Lýsa áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins

23.September'20 | 07:15
hilmarslaut_vigsla_hraunb

Frá Hraunbúðum. Ljósmynd/hraunbudir.is

Á fundi bæjarstjórnar greindi bæjarstjóri frá fundi sem hún átti ásamt embættismönnum bæjarins með forstjóra og fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands um uppsögn á samningi Vestmannaeyjabæjar og stofnunarinnar, um rekstur Hraunbúða.

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar segir að bæjarstjórn lýsi áhyggjum sínum af skeytingarleysi ríkisins hvað rekstur hjúkrunarheimila í landinu varðar. Mörg sveitarfélög munu ekki framlengja rekstrarsamninga sínum við ríkið vegna lágra daggjalda sem standa engan veginn undir rekstri heimilanna samkvæmt kröfulýsingu Sjúkratrygginga. Bæjarstjórn tók þá erfiðu ákvörðun að segja upp núverandi samningi um rekstur Hraunbúða í sumar.

Lítið kom fram á fyrsta fundi Vestmannaeyjabæjar með Sjúkratryggingum Íslands um það með hvaða hætti Sjúkratryggingar, fyrir hönd ríkisins, sæju fyrir sér yfirfærsluna og rekstur Hraunbúða í framtíðinni. Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að tryggja óbreytta þjónustu við heimilisfólk Hraunbúða og þeirra sem sækja þangað þjónustu, og að tryggja starfsfólki Hraunbúða áframhaldandi störf sbr. lög þar um, við yfirfærslu stofnunarinnar til ríkisins. Næsti fundur Vestmannaeyjabæjar með forstjóra og fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands átti að vera á morgun (á föstudag), en hefur verið frestað að beiðni forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...