Áfram unnið að betrumbótum á göngustíg

23.September'20 | 11:50
20200907_171055

Göngustígurinn á Dalfjalli. Ljósmyndir/TMS

Í sumar hefur áfram verið unnið að lagfæringum á göngustígnum á Dalfjalli. Verkefnið er styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og eru framkvæmdir í höndum Vestmannaeyjabæjar og sjálfboðaliða.

Markmið verkefnisins er að koma fyrir varanlegum lausnum á afar fjöl förnum stíg þar sem aðstæður eru krefjandi vegna bratta í landi. Markmiðið er að koma fyrir lausnum sem stuðla að náttúruvernd með því að stýra umferð fólks á skýran hátt á þessari skemmtilegu og vinsælu gönguleið, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Þessu tengt: Göngustígur lagfærður á Dalfjalli

Það sem á að gera er:

  • Lagðar verða Ecoraster umhverfisvænar grindur í stíginn þar álagið er mikið og bratti er ekki of mikill.
  • Byggðar verða timbur tröppur þar sem mestur bratti er á leiðinni
  • Lagðar verða drenrásir þvert á göngustíginn
  • Komið verður fyrir bekkjum við áningarstaði

Sjá einnig: Rúmar 19 milljónir til uppbyggingar gönguleiða í Eyjum

Ljósmyndari Eyjar.net leit við á Dalfjalli í síðasta mánuði og var Páll Scheving þá við vinnu í stígnum. Fleiri myndir frá framkvæmdinni má sjá hér að neðan.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).