Umdeilt deiliskipulag staðfest

22.September'20 | 08:23
IMG_5851

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Nýtt deiliskipulag á athafnasvæði við Græðisbraut, var tekið til umræðu og staðfestingar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var.

Bæði minni og meirihluti bæjarstjórnar bókuðu um málið á fundinum.

Segja farið gegn kosningaloforðum

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu og telja að umrætt skipulag þjóni ekki heildarhagsmunum samfélagsins heldur séu hagsmunir ákveðinna aðila innan svæðisins vegnir þyngra en annarra. Slíkt er óásættanlegt. Verið er að skipuleggja óvenju mikið og óhóflegt byggingarmagn á ákveðnu svæði innan skipulagsins sem er ekki svæðinu til framdráttar. Með þessu skipulagi er einungis verið að auka við þær deilur sem upp hafa risið á svæðinu en ekki verið að stilla til friðar enda hafa borist alvarlegar athugasemdir fasteignaeigenda á svæðinu við deiliskipulagið sem um ræðir. Hér er því enn og aftur verið að fara gegn kosningaloforðum en meðal loforða H-listans var að leysa skipulagsmál í breiðari sátt við íbúa, en það virðist bara eiga við ákveðna íbúa, segir í bókun frá fulltrúum D lista.

Þessu tengt: Nýtt deiliskipulag á athafnasvæði við Græðisbraut samþykkt

Verið að vinna í að þétta byggð eins og gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir

Meirihluti E- og H-lista tekur undir niðurstöðu ráðsins og telur mikilvægt að rótgróin fyrirtæki hafi svigrúm til að stækka innan sinna lóðarmarka. Með nýju deiliskipulagi er verið að vinna í að þétta byggð eins og gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir.

Minnihluti D-lista hefur ítrekað lagt til að fyrirtæki á svæðinu flytji starfsemi sína á nýtt deiliskipulag, sem er á vinnslustigi og staðsett við flugvöllinn, vilja þau stækka. Fulltrúum minnihlutans finnst greinilega mjög eðlilegt að rótgróin fyrirtæki flytji starfsemi sína annað ef þau vilja stækka í stað þess að sína því skilning að þessir eigendur vilji stækka innan sinna lóðarmarka, segir í bókun frá bæjarfulltrúum E og H lista.

Sjá einnig: Segja deiliskipulagsbreytingu leiða til mikillar virðisrýrnunar fasteigna

Málið var samþykkt með 4 atkvæðum H og E lista gegn gegn 3 atvæðum D lista.

Segir allra leiða hafa verið leitað til að ljúka málinu í sátt

Í því máli sem nú hefur hlotið afgreiðslu bæjarstjórnar hafa öll skilyrði fyrir uppbyggingu aðila á svæðinu verið uppfyllt. Gagnrök í málinu vísa ekki í lög eða reglugerðir og geta þar af leiðandi ekki komið í veg fyrir uppbyggingu á þeim byggingareitum sem um ræðir. Málsmeðferð ráðsins í málinu hefur frá upphafi verið fagleg, ítrekað hefur verið rætt við hagsmunaaðila á svæðinu til að leita allra leiða til að ljúka málinu í sátt. Því miður hefur það ekki tekist. Það er mín einlæga skoðun að bærinn þurfi í hvívetna að tryggja atvinnulífinu tækifæri til þess að vaxa og dafna, segir í bókun Njáls Ragnarssonar, bæjarfulltrúa E-lista.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).