Kvartað undan hraðakstri á Reglubraut

22.September'20 | 11:55
reglubrautin

Reglubrautin er lokuð núna vegna gatnagerðarframkvæmda. Ljósmynd/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var tekið fyrir bréf frá íbúa sem býr við Reglubraut þar sem m.a. er bent á hraða umferð í götunni, sem geti orsakað slys verði ekkert að gert.

Bent er á í bréfinu að hámarkshraði á þessari götu sé 50 km/klst. Þá er einnig bent á að gatan er ómalbikuð og í henni séu miklar holur og rykmyndun mikil á þurrum sumardögum. óskað er eftir af bréfritara að lækka hámarkshraða niður í 10-15 km.

Ráðið vísar beiðni um breyttan umferðarhraða til umferðarhóps og felur umhverfis- og framkvæmdasviði að ljúka frágangi götunnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.