Skerpa á hlutverkum og efla þjónustu við fatlaða

20.September'20 | 10:10
heimaey_haefingar

Heimaey – vinnu- og hæfingarstöð. Ljósmynd/TMS

Framkvæmdstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir tilfærslum á verkefnum og ábyrgðarsviðum starfsmanna innan málaflokks fatlaðs fólks, á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku.

Breytingar hafa verið gerðar á verkefnum og ábyrgðasviði forstöðumanns Heimaeyjar sem og fyrrum stöðu ráðgjafaþroskaþjálfa. Umsjón og eftirlit með málaflokki fatlaðs fólks sem áður var í höndum forstöðumanns Heimaeyjar flyst til umsjónarþroskaþjálfa sem staðsettur er í Rauðagerði.

Umsjónarþroskaþjálfi mun hafa umsjón og eftirlit með þjónustu sveitarfélagsins og stofnana þess á þjónustu við fatlað fólk í samstarfi og samráði við sinn yfirmann. Mun umsjónarþroskaþjálfi vera í nánu sambandi við þjónustuþega og aðstandendur þeirra og sinna þar ráðgjöf og aðstoða við eftirfylgd mála. Hann verður einnig í virku samstarfi við aðra þjónustu sveitarfélagsins s.s. skóla-, félags- og tómstundarþjónustu.

Starf forstöðumanns Heimaeyjar er bundið verkefnum Heimaeyjar sem er dagþjónusta, vernduð vinna og hæfing. Með þessum breytingum er verið að skerpa á hlutverkum og efla þjónustu og málaflokk fatlaðs fólks, segir í afgreiðslu fjölskyldu- og tómstundaráðs.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...