Bæjarstjóri hefur fundað með öðrum flugfélögum um flug til Eyja

- auk þess hefur bæjarstjóri rætt við samgönguráðherra og vegamálastjóra um stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum

20.September'20 | 11:00
ernir_farthegar_19

Bæjarfulltrúar hafa látið í ljós vonbrigði með ákvörðun Ernis og að enginn fyrirvari hafi verið á málinu, né viðræður um hvort hægt væri að finna flöt á að halda áfram áætlunarflugi í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, voru flugsamgöngur milli lands og Eyja til umfjöllunar. Þar fór bæjarstjóri yfir stöðuna og rakti samskiptin við forsvarsmenn flugfélagsins Ernis í aðdraganda ákvörðunar þeirra um að hætta flugi til Eyja.

Að beiðni fulltrúa Flugfélagsins Ernis áttu bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs fund með sölu- og markaðsstjóra flugfélagsins þann 25. ágúst sl. Á þeim fundi lýsti sölu- og markaðsstjóri áhuga á að fjölga flugferðum á vegum félagsins til og frá Vestmannaeyjum og sendi hann í framhaldi drög að tillögu þar um. Bæjarstjóri var jákvæður gagnvart tillögum sölu- og markaðsstjórans, en sagðist vilja ræða málið við fulltrúa bæjarráðs áður en lengra yrði haldið. 

Forsvarsmenn Ernis voru upplýstir um það þann 31. ágúst sl., að bæjarráð myndi ræða málið óformlega daginn eftir, þann 1. september sl. sem bæjarráð gerði. Síðdegis þann dag barst annað símtal frá sölu- og markaðsstjóra flugfélagsins þar sem kvað við annan tón. Vildi hann upplýsa bæjarstjóra um að félagið hefði tekið þá ákvörðun einhliða, að hætta öllu flugi til og frá Vestmannaeyjum frá 5. september 2020. Umrætt símtal var um klukkustund áður en fréttir birtust í fjölmiðlum um að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum.

Bæjarfulltrúar hafa látið í ljós vonbrigði með ákvörðun flugfélagsins og að enginn fyrirvari hafi verið á málinu, né viðræður um hvort hægt væri að finna flöt á að halda áfram áætlunarflugi í Vestmannaeyjum.

Frá því að ákvörðun flugfélagsins kom fram hefur bæjarstjóri rætt við samgönguráðherra og vegamálastjóra um stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum og mögulegar leiðir til að koma á áætlunarflugi að nýju. Þá hefur bæjarstjóri átt fundi með öðrum flugfélögum sem annast rekstur innanlandsflugs, segir í fundargerð bæjarstjórnar.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.