Bæjarstjóri hefur fundað með öðrum flugfélögum um flug til Eyja

- auk þess hefur bæjarstjóri rætt við samgönguráðherra og vegamálastjóra um stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum

20.September'20 | 11:00
ernir_farthegar_19

Bæjarfulltrúar hafa látið í ljós vonbrigði með ákvörðun Ernis og að enginn fyrirvari hafi verið á málinu, né viðræður um hvort hægt væri að finna flöt á að halda áfram áætlunarflugi í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, voru flugsamgöngur milli lands og Eyja til umfjöllunar. Þar fór bæjarstjóri yfir stöðuna og rakti samskiptin við forsvarsmenn flugfélagsins Ernis í aðdraganda ákvörðunar þeirra um að hætta flugi til Eyja.

Að beiðni fulltrúa Flugfélagsins Ernis áttu bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs fund með sölu- og markaðsstjóra flugfélagsins þann 25. ágúst sl. Á þeim fundi lýsti sölu- og markaðsstjóri áhuga á að fjölga flugferðum á vegum félagsins til og frá Vestmannaeyjum og sendi hann í framhaldi drög að tillögu þar um. Bæjarstjóri var jákvæður gagnvart tillögum sölu- og markaðsstjórans, en sagðist vilja ræða málið við fulltrúa bæjarráðs áður en lengra yrði haldið. 

Forsvarsmenn Ernis voru upplýstir um það þann 31. ágúst sl., að bæjarráð myndi ræða málið óformlega daginn eftir, þann 1. september sl. sem bæjarráð gerði. Síðdegis þann dag barst annað símtal frá sölu- og markaðsstjóra flugfélagsins þar sem kvað við annan tón. Vildi hann upplýsa bæjarstjóra um að félagið hefði tekið þá ákvörðun einhliða, að hætta öllu flugi til og frá Vestmannaeyjum frá 5. september 2020. Umrætt símtal var um klukkustund áður en fréttir birtust í fjölmiðlum um að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum.

Bæjarfulltrúar hafa látið í ljós vonbrigði með ákvörðun flugfélagsins og að enginn fyrirvari hafi verið á málinu, né viðræður um hvort hægt væri að finna flöt á að halda áfram áætlunarflugi í Vestmannaeyjum.

Frá því að ákvörðun flugfélagsins kom fram hefur bæjarstjóri rætt við samgönguráðherra og vegamálastjóra um stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum og mögulegar leiðir til að koma á áætlunarflugi að nýju. Þá hefur bæjarstjóri átt fundi með öðrum flugfélögum sem annast rekstur innanlandsflugs, segir í fundargerð bæjarstjórnar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...