Fjölmenning í Vestmannaeyjum

18.September'20 | 10:38
IMG_2860

Ljósmynd/TMS

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fjömenningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar fóru yfir starfsemi fjölmenningarfulltrúa og lögðu fram drög að stefnu í málefnum fjölmenningar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að leiðarljós í stefnu Vestmannaeyjabæjar sé að íbúar sveitarfélagsins af erlendum uppruna verði virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu og fái notið fjölbreytts mannslífs og menningar þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenna samskipti fólks af ólíkum uppruna.

Ráðið samþykkir umrædda stefnu og felur fjölmenningarfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðs að leggja fram mat á henni á sama tíma að ári. Ráðið þakkar fjölmenningarfulltrúa fyrir kynninguna.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.