Alheims hreinsunardagurinn á morgun

18.September'20 | 07:15
20200912_120648

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Alheims hreinsunardagurinn (e. world cleanup day) er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim og eru sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir auka einstaklinga hvattir til þess að taka þátt í að hreinsa sitt nánasta umhverfi.

Vegna Covid-19 verður ekki stofnað til hópviðburðar eins og síðastliðin ár. Fulltrúar Vestmannaeyjar munu sjálfir taka til hendinni á eigin vegum og hvetja bæjarbúa til að fara saman í smærri hópum. Boðið verður uppá að sorp sé sótt á söfnunarstað. Sé þess óskað skal ganga vel frá pokunum þannig að ekki sé hætta á að þeir fjúki og senda síðan skilaboð með tilvísun í staðsetningu í síma 8971168 eða oskargudjon@simnet.is, segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...