Loðnutankar Ísfélagsins komnir til Eyja

Gert er ráð fyrir að reisa tankana í næstu viku

16.September'20 | 11:42
20200914_185447

Tankarnir á kæjanum í Eyjum. Ljósmyndir/TMS

Um helgina komu nýir hráefnistankar sem smíðaðir voru fyrir Ísfélag Vestmannaeyja til Eyja. Tankarnir sem eru smíðaðir í Hollandi eru ætlaðir í loðnuhrognavinnslu Ísfélagsins. 

Um er að ræða fjóra fimmhundruð rúmmetra hráefnistanka, sem reistir verða við fiskimjölsverksmiðju félagsins á Nausthamarsbryggju.

Sjá einnig: Framkvæmdir hafnar við hráefnistanka fyrir loðnuhrognavinnslu

Gert er ráð fyrir að reisa tankana í næstu viku. HS vélaverk annaðist jarðvegsvinnuna. Steini og Olli smíðar húsið undir tankana. Skipalyftan/Eyjablikk annast vinnuna við tankana sjálfa og Vélaverkstæðið Þór sér um lagnavinnuna. Mannvit og Héðinn eru Ísfélaginu til ráðgjafar í smíðinni. 

Fleiri myndir af tönkunum má sjá hér að neðan.

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is