Hvíslið:
Óheppilegt!
14.September'20 | 09:10Það er í besta falli óheppilegt fyrir ráðherra samgöngumála að nánast á sama tíma og niðurgreiðsla á flugfargjöldum tekur gildi sé tilkynnt um að áætlunarflug sé ekki lengur í boði til Vestmannaeyja.
Ráðherra kynnti nýju leiðina með pompi og prakt á Egilsstöðum á dögunum. Nú er hvíslað um það í Eyjum hvort komin sé tímasetning á það hvenær samgönguráðherra mætir í Eyjarnar til að kynna skosku leiðina fyrir heimamönnum?
Einnig er hvíslað um það að lúðrasveitin æfi nú stíft fyrir komu ráðherra til Eyja. Það má búast við miklu húllumhæ í kringum komuna. Kannski skutlar Landhelgisgæslan ráðherra yfir á þyrlunni, hver veit?

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...