Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun

10.September'20 | 09:00
sumarstarf

Nettóáhrif viðbótarráðninga sumarstarfsfólks á aðalsjóð er um 26,6 milljónir. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja voru lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020. 

Samkvæmt viðaukanum eykst fjárfesting vegna Íþróttamiðstöðvar um 81 m.kr. vegna sérstakra framkvæmda við viðhald húsanna, aðgerðir vegna Blátinds um 9 m.kr. og útgjöld vegna viðbótaráðninga sumarstarfsfólks um 29,8 m.kr., en á móti koma tekjur frá Vinnumálastofnun að fjárhæð 3,2 m.kr., þannig að nettóáhrif viðbótarráðninga sumarstarfsfólks á aðalsjóð er um 26,6 m.kr.

Alla jafna er greint frá breytingum á útgjöldum aðalsjóðs (þ.e. gjöldum og tekjum) í sérstakri frávikaskýrslu, en þar sem um átaksverkefni vegna Covid-19 var að ræða, var ákveðið að útbúa sérstakan viðauka um viðbótaráðningar sumarstarfsfólks fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkti ofangreinda viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.