Áfalla– og sálfræðimiðstöðin opnar útibú í Eyjum

10.September'20 | 12:00
Ragnheiður-nota[1]

Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir

Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir, sálfræðingur, hóf á dögunum samstarf um nýja þjónustu í Vestmannaeyjum. Hún hefur starfað í tæp tvö ár hjá Vestmannaeyjabæ og mun gegna því starfi áfram samhliða nýja starfinu.

Eyjar.net ræddi við Ragnheiði Helgu og Sjöfn Evertsdóttir, en hún er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði auk þess að gegna stöðu framkvæmdarstjóra Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar.

Strax spennt fyrir hugmyndinni um að opna ÁSM-útibú í Eyjum

Ragnheiður segir í samtali við Eyjar.net að þessi nýja þjónusta sé í raun viðbót við þá geðheilbrigðisþjónustu sem þegar er til staðar í Eyjum. „Áfalla– og sálfræðimiðstöðin, sem er í Kópavogi, er sem sagt að fara af stað með rekstur á sálfræðiþjónustu í Vestmannaeyjum. Ég hafði upphaflega samband við Sjöfn og bar upp þessa hugmynd og hún var ekki lengi að stökkva á vagninn og nú er búið að opna ,,Eyja-útibú“.”

Sjöfn segir að hún hafi strax verið mjög spennt fyrir samstarfi við Ragnheiði.

„Við höfum í gegnum árin fengið fyrirspurnir frá fólki út á landi um möguleika á þjónustu, en höfum hingað til einungis getað boðið upp á fjarþjónustu. Við vorum því strax spennt fyrir hugmyndinni um að opna ÁSM-útibú í Eyjum, með Ragnheiði í forsvari. Mér vitandi hefur bara ein stofa á höfuðborgarsvæðinu haft útibú á landsbyggðinni áður, þó einhverjar stofur hafi verið í samstarfi við sálfræðinga á öðrum stöðum, svo við erum spennt fyrir þessari þróun.” segir Sjöfn 

Hefur gott bakland í samvinnu við fagaðila ÁSM í Hamraborg

Aðspurð um hvort hún hafi fundið fyrir í sínu starfi að eftirspurn sé eftir slíkri þjónustu hér í Eyjum, segir Ragnheiður að hún hafi fundið það vel.

„Þeir aðilar sem sinna þjónustu á þessu sviði eru hlaðnir verkefnum, hér alveg eins og annarsstaðar. Vonin er auðvitað sú að þetta muni reynast þjónustubót fyrir okkur hérna í Eyjum.”

„Ég get tekið undir það” segir Sjöfn. „Þörfin er svipuð allstaðar á landinu og því ánægjulegt að geta komið að aukinni þjónustu í Eyjum. Hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni (ÁSM) starfar þverfaglegur hópur með víðtæka menntun bæði í sálfræði, félags- og fjölskylduráðgjöf og hjúkrunarfræði. Lögð er áhersla á árangursríka og gagnreynda meðferð og sinnum við meðal annar mati, greiningu og meðferð mismunandi sálræns, félagslegs og taugasálfræðilegs vanda ásamt því að veita einstaklingum og fyrirtækjum handleiðslu og ráðgjöf. Ragnheiður mun því hafa gott bakland í samvinnu við fagaðila ÁSM í Hamraborg og er það von okkar að sú þjónusta sem ÁSM býður upp á verði góð viðbót við það sem þegar er í boði í Eyjum.” 

Hvar er stofan til húsa?

ÁSM í Eyjum er staðsett á sjúkrahúsinu, uppi á þriðju hæð.

Hvar getur fólk pantað tíma?

Ragnheiður segir að það sé hægt að senda tölvupóst til hennar ([email protected]) eða hafa samband við Áfalla –og sálfræðimiðstöðina í síma 517-1718 eða [email protected]. Allar frekari upplýsingar um stofuna og þjónustuna má finna á heimasíðunni www.asm.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).