Eftir Ævar Austfjörð

Fjölbreytt fæði?

Eigum við að borða fjölbreytt fæði?

9.September'20 | 07:40
kjot-Rib-ads

Þetta þarf ekki að vera flókið borðum mat. Borðum kjöt björgum fólki, segir greinahöfundur.

Næringarfræðingar eru gjarnir á að tala um mikilvægi þess að borða fjölbreytt fæði. Landlæknisembættið telur líka mikilvægt að borða fjölbreytt fæði.

Á þeim bæ er talað um mikilvægi þess að fá næringu úr öllum fæðuflokkum. Þetta þykir mér áhugavert og reyndar öfugsnúið. Er ekki mikilvægast að fá alla þá næringu sem hver og einn þarf hvaðan sem hún kemur?

Hverjir eru fæðuflokkarnir? Samkvæmt landlæknisæmbættinu eru þeir sex. Kornvörur, Ávextir og ber, Mjólkurvörur, Grænmeti, Fiskur kjöt egg og baunir og að lokum feitmeti. Þetta er útlistað ágætlega á síðu embættisins um fæðuhringinn. Það sem vekur þó athygli mína á þeirri síðu er að í blálokin er stutttlega minnst á að ekki skuli borða mikið af kexi sætindum og fleiru sem ekki er hluti af fæðuhringnum. Í ljósi þess að unnar vörur af þessum toga og sætindi eru sennilega eitt stærsta heilsufarsvandamál vestrænna þjóða hefði mér þótt viðeigandi að meiri áhersla væri lögð á það sem ætti ekki að borða og það strax í upphafi umfjöllunar.

Ef við hugsum til baka nokkra áratugi eða jafnvel nokkur hundruð ár þá kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér hvernig forfeðrum okkar gekk að fá næringu úr öllum fæðuflokkum.

Kornvörur.
Hvernig skyldi Íslendingum hafa gengið að rækta korn fyrr á öldum? Samkvæmt heimildum er talið víst að menn hafi reynt sig við kornrækt allt frá landnámi með litlum árangri þó. Vegna lítils framboðs var korn dýr munaðarvara lengi framan af. Á einhverjum tímapunkti opnaðist fyrir korn innflutning frá austur Evrópu og stóðu hansakaupmenn fyrir innflutningi á ódýrara korni og er þá talið að kornrækt hafi lagst af hér. Ég reyndar man ekki betur en að hafa lært að stór hluti þess korns sem hingað var flutt frá Danmörku og/eða Noregi hafi veri úldið og maðkað þegar það loksins komst hingað. Það er því ljóst að einhver kornneysla hefur átt sér stað hér fyrr á öldum en varla nóg til að fullnægja þessari gríðarlegu þörf sem næringarfræðingar landlæknisæmbættisins ætla að sé fyrir kornvörur.

Grænmeti.
Það þarf varla að hafa mörg orð um grænmetisneyslu Íslendinga fyrr á öldum. Eitthvað mun hafa verið borðað af skarfakáli fjallagrösum og hvönn og einnig blóðberg. Kartöflu og kálrækt þekktist varla fyrr en á miðri 18. öld. Það er því nokkuð ljóst að forfeður okkar hafa átt í basli við að ná 200 gr á dag eins og “nauðsynlegt” er talið í dag og eru þá kartöflur ekki taldar með.

Ávextir og ber.
Einmitt. 200 gr á dag af ávöxtum og berjum. Vissulega er víða gott berjaland á Íslandi en 200 gr á dag gera 73 kg á ári. Næsta mál

Fiskur kjöt egg baunir og hnetur.
Þarna er aftur kominn fæðuflokkur sem mögulegt er að fá nóg úr. Það er reyndar vandi á höndum þar sem baunir og hnetur hafa sennilega ekki sést hér á landi fyrr en eftir árið 1900 en nóg hefur þó sennilega verið til af kjöti og fiski. Aðallega kjöti. Hér virðist hafa verið mikið um búfénað og í raun ekki veiddur mikill fiskur af Íslendingum fyrr en á 20. Öld ef eitthvað er að marka hið stórskemmtilega hlaðvarp Allthingsiceland. Hinsvegar ekki líklegt að Íslendingar fyrri alda hafi verið hrifnir af ráðleggingum um að borða mest magurt kjöt. Nei það vita flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur og sátu til borðs með afa og ömmu að feita kjötið var það sem fólk var sólgið í. Fitan var dýrmæt og borðuð upp til agna.

Mjólk og mjólkurvörur.
Þar sem Íslendingar héldu allnokkuð af nautgripum má gera ráð fyrir að mjólkurneysla hafi verið töluverð enda mjólk til margra hluta nytsamleg. Ég geri ekki ráð fyrir að langafar okkar og langömmur hafi hlustað á ráðleggingar um að drekka léttmjolk eða undanrennu. Ostagerð mun hafa verið allnokkur og neysla væntanlega í takt við það. Af mjólkinni þótti rjóminn og smjörið dýrmætast en undarenna og áfir sem hvorttveggja er nánast fitulaust þótti tilvalið í svínafóður. Það er nefninlega vel þekkt staðreynd að kolvetnaríkt og fitusnautt fóður dugir vel til að fita búfénað og auka þar með verð og næringargildi fæðunnar en Landlæknir ráðleggur þó þetta sama fæði til að megra mannfólkið af einhverjum ástæðum.

Feitmeti.
Þegar hér er komið við sögu hefði nú líklega hlakkað í forfeðrum okkar. Nú væri komið að þeim fæðuflokki sem mestu máli skipti. En bíðum við! Hvað er nú þetta? Grænmetisolíur? Mjúk fita?? Staðreyndin er reyndar sú að fyrir rúmum 200 árum hefði ekki nokkur maður vitað hvað hér er talað um. Allra síst hér á norður hjara. Ólífuolía var vissulega þekkt á suðrænum slóðum en hér þekkti fólk bara smjör og mör eða tólg. Hvalspik og selspik var borðað og öll fita af skepnunni nýtt. Næringarfræðingar landlæknis telja bestu fituna vera grænmetisolíu sem oft er mjög mikið unnin og fer í gegn um allskonar hreinsiefnablöndur þar sem hún er beinlínis þvegin áður en hún telst hæf til manneldis. Þetta vinnsluferli geri það að verkum að hún er mjög viðkvæm fyrir bæði hita og ljósi og hvarfast því auðveldlega sem einn af þeim þáttum sem gerir hana bólguvaldandi. Það er því ljóst að afi og gamma og allt þeirra fólk hefur verið á öfugum enda í neyslu feitmetis.

Það hlýtur að teljast kraftaverk að fyrst forfeður okkar nærðust svona illa og vitlaust að við sem á eftir þeim komum skulum yfirleitt eiga okkur viðreisnar von.

Það er frekar augljóst að forfeður okkar hafa ekki getað borðað mjög fjölbreytt fæði. Oft var lítill matur og margir fátækir en engu að síður komst fólk af. Það hefur sennilega verið vegna þess að uppistaðan í fæðinu voru dýraafurðir eins og kjöt fiskur egg og mjólkurvörur. Enda eru þessar afurðir þær allra næringarríkustu sem völ er á.

Ég ætla því að leggja til að við einbeitum okkur að því að borða alla þá næringu sem við þurfum og að við leggjum okkur eftir því að borða hreinar óunnar matvörur og hafa dýraafurðir í forgrunni. Þegar þú ferð í verslun þá skaltu einbeita þér að því að versla hreint og ómengað hráefni sem þú svo ferð með heim og býrð til dýrindis næringarríka máltíð í stað þess að versla forunnið eða tilbúið drasl sem þú sullar saman og hitar upp. Og alls ekki velja eitthvað sem líkir eftir einhverju sem það er ekki. Hér á ég að sjálfsögðu við gervikjöt gervimjólk gervismjör gerviost og gerviegg. Þetta eru ekki matvörur heldur efnasull sem er framleitt til að búa til hagnað, fyrst fyrir framleiðandann og seinna fyrir lyfjaiðnaðinn. Það er nákvæmlega ekkert holt við þessar vörur hvorki fyrir fólk né umhverfið. Þetta er eins og Dr Shawn Baker vinur minn segir ekkert annað en “chemical shitstorm”
Þetta þarf ekki að vera flókið borðum mat. Borðum kjöt björgum fólki.

 

Lifið heil
Ævar Austfjörð

Hugleiðingar Ævars má lesa á nýrri vefsíðu hans, carnivore.is.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.