Þurfa 10 milljónir á mánuði til að geta haldið úti Eyjaflugi
8.September'20 | 15:30Flugfélagið Ernir hætti flugi til Vestmannaeyja á föstudaginn var. Er þetta töluvert áfall fyrir eyjasamfélag sem reiðir sig á góðar samgöngur.
Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis segir í samtali við Eyjar.net að flugleiðin hafi ekki borið sig í töluvert langan tíma. ,,Það er alveg ljóst að meira þarf til en bara skosku leiðina til að hefja aftur flug til Eyja.” segir hann.
Skuggalegir skattar á grein sem berst í bökkum
Aðspurður um hvað skattarnir séu á flugið segir hann að þegar allt sé tiltekið hafi þeir verið að greiða að meðaltali 8.389 krónur af hverjum seldum miða í fyrra í skatta. ,,Þetta eru náttúrulega skuggalegir skattar á grein sem berst í bökkum” segir Hörður.
Hann segir að í fyrra hafi fyrirtækið greitt ríkisfyrirtækinu Isavia yfir 100 milljónir. ,,Inn í því er afskaplega lítil þjónusta.” segir hann.
En hvað þarf háan ríkisstyrk á flugleiðina til Eyja?
10 milljónir á mánuði. Það eru í raun smámunir miðað við það sem sett er í samgöngur um allt land. Og þegar talað er um að ekki sé hægt að ríkisstyrkja þvær leiðir á sama stað þá má benda á að t.d á Hornafjörð er bæði greitt með flugi og Strætó, segir Hörður að endingu.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).