Þurfa 10 milljónir á mánuði til að geta haldið úti Eyjaflugi

8.September'20 | 15:30
ern_stor_vel

Bið verður á því að stóra vél Ernis komi aftur til Eyja. Ljósmynd/TMS

Flugfélagið Ernir hætti flugi til Vestmannaeyja á föstudaginn var. Er þetta töluvert áfall fyrir eyjasamfélag sem reiðir sig á góðar samgöngur.

Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis segir í samtali við Eyjar.net að flugleiðin hafi ekki borið sig í töluvert langan tíma. ,,Það er alveg ljóst að meira þarf til en bara skosku leiðina til að hefja aftur flug til Eyja.” segir hann.

Skuggalegir skattar á grein sem berst í bökkum

Aðspurður um hvað skattarnir séu á flugið segir hann að þegar allt sé tiltekið hafi þeir verið að greiða að meðaltali 8.389 krónur af hverjum seldum miða í fyrra í skatta. ,,Þetta eru náttúrulega skuggalegir skattar á grein sem berst í bökkum” segir Hörður.

Hann segir að í fyrra hafi fyrirtækið greitt ríkisfyrirtækinu Isavia yfir 100 milljónir. ,,Inn í því er afskaplega lítil þjónusta.” segir hann.

En hvað þarf háan ríkisstyrk á flugleiðina til Eyja?

10 milljónir á mánuði. Það eru í raun smámunir miðað við það sem sett er í samgöngur um allt land. Og þegar talað er um að ekki sé hægt að ríkisstyrkja þvær leiðir á sama stað þá má benda á að t.d á Hornafjörð er bæði greitt með flugi og Strætó, segir Hörður að endingu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.