Mun skoska leiðin nægja til að endurreisa áætlunarflug til Eyja?

8.September'20 | 07:23
ernir_vestmannaeyjaflugvollur

Vél Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Í bókun bæjarráðs Vestmannaeyja frá því fyrir ári síðan kemur fram hvatning til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra til að tryggja svokallaða skosku leið sem er niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir fólk sem býr fjarri höfuðborginni.

„Góðar flugsamgöngur eru nauðsynlegar til að tryggja aðgang íbúa landsbyggðarinnar að nauðsynlegri og sérhæfðri þjónustu sem aðeins er í boði á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að skoska leiðin verði innleidd eigi síðar en í ársbyrjun 2020 líkt og kveðið er á um í samgönguáætlun.

Til þess að flugið verði að raunhæfum valkosti þarf að koma til umtalsverð lækkun á flugfargjöldum og er skoska leiðin ein leið til þess.” sagði í bókuninni. Síðan er liðið eitt ár og enn er þess beðið að þessi leið verði að veruleika.

Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra að hann bindi miklar vonir þær aðgerðir sem kynntar verða á næstu dögum um niðurgreiðslur í innanlandsflugi en þær byggja á „skosku leiðinni“.

Hún felur í sér að íbúar tiltekinna svæða á landsbyggðinni fá allt að þrjár flugferðir, fram og til baka, á mun lægra verði en verið hefur fram að þessu. 200 milljónir króna eru eyrnamerktar þessu verkefni á þessu ári og 600 milljónir á því næsta. Sigurður sagði vonandi verði hægt að fljúga aftur til Eyja þegar þessar aðgerðir koma til framkvæmda.

Sigurður Ingi sagði að vonandi verði hægt að fljúga aftur til Eyja þegar þessar aðgerðir koma til framkvæmda.

Áður hafði Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, sagt það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur.

Ljóst er að það er mikið högg fyrir Vestmannaeyjar að missa út aðra samgönguleiðina við bæjarfélagið. Stóra spurningin er sú hvort skoska leiðin ein og sér nægi til að hefja áætlunarflug á ný til Eyja, eða hvort fleira þurfi að koma til.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...