Plastlaus september

4.September'20 | 08:00
plastlaus_sept

Legðu þitt af mörkum til að draga úr plastnotkun. Það munar um það. Ljósmynd/https://plastlausseptember.is/

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunar voru umræður um framtak Vestmannaeyjabæjar í átaksverkefninu Plastlaus september.

Í fundargerð ráðsins hvetur ráðið stofnanir, fyrirtæki og íbúa til að taka þátt í átakinu og horfa t.d. til þess að draga úr notkun á einnota plasti, auka notkun á fjölnota umbúðum, flokka sorp og fara út að plokka.

Plastlaus september á að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Af hverju eigum við að sleppa plasti?

  • Plast endist í þúsundir ára og er því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið.
  • Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast af lélegri gæðum. 
  • Allt plast sem við notum og fer ekki til endurvinnslu, safnast fyrir á urðunarstöðum eða í nátturunni og veldur þar skaða um ókomna tíð. 
  • Plast endar allt of oft í náttúrunni, og þá sérstaklega í ám, vötnum og sjó.
  • Plast dregur til sín ýmis mengunarefni og þegar það endar í vef lífvera geta efnin þar með endað í fæðu okkar.
  • Mjúkplast inniheldur stundum hormónaraskandi efni (t.d. þalöt) sem eru skaðleg mannfólki.

Hér má fræðast frekar um átakið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.