Gríðarleg vonbrigði

- við sem félag munum óska eftir frekari skýringum á vinnubrögðunum, segir framkvæmdastjóri ÍBV

4.September'20 | 12:13
hordur_orri_ibvsp

Hörður Orri Grettisson

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði.” segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV aðspurður um lága fjárhæð sem kom í hlut ÍBV við úthlutun ÍSÍ vegna sértækra aðgerða vegna Covid-19.

„Við sóttum að sjálfsögðu um enda varð félagið fyrir gríðarlegu tekjufalli vegna viðburða sem við gátum ekki haldið vegna Covid 19. Þjóðhátið okkar lang mikilvægustu fjáröflun var ekki haldin og ljóst að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur barna og unglingastarfs félagsins.”

Sjá einnig: Rúm milljón til ÍBV úr Covid-sjóði ÍSÍ

Eftirá skýringar að úhlutunin eigi aðeins við viðburði sem áttu sér stað fyrir 1. júní

„Þegar við sóttum um fjárstuðninginn vegna Þjóðhátíðar bjuggumst því að sjálfsögðu við því að fá einhverjar bætur út úr þessu sérstöku aðgerðum og gerðum í raun ráð fyrir þeim, enda voru þessar aðgerðir sérstaklega fyrir þá sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna viðburða eða móta sem ákveðið hefur verið að fella niður eða breyta verulega vegna samkomubanns. En þessari umsókn okkar var einfaldlega hafnað.” segir Hörður Orri og bætir við:

„Síðan þegar úthlutunin er opinberuð er komið með þær eftirá skýringar að úhlutunin eigi aðeins við viðburði sem áttu sér stað fyrir 1. júní. Sú staðreynd kom aldrei fram í umsóknarferlinu og því umhugsunarvert hvernig þessi vinnuhópur komst að þessari niðurstöðu eftir að umsóknarferlinu lauk.”

Hann segir svona vinnubrögð séu til þess fallin að við sem félag munum óska eftir frekari skýringum á þeim.

„Áhugavert afhverju „sambærileg“ félög fá umtalsvert hærri fjárhæðir en við”

En hvað með allt hitt. Þá er ég að meina af hverju eru klúbbarnir sem við berum okkur yfirleitt saman við að fá margfalt meira í þessari styrkveitingu?

Það er góð spurning.

Auðvitað sér maður ekki sundurliðanir á þessu frá félögunum þ.e útreikninga þeirra, en það er áhugavert afhverju „sambærileg“ félög fá umtalsvert hærri fjárhæðir en við. En leiða má að því líkur að þetta séu tekjutap vegna Íslandsmóta í handbolta og körfubolta og viðburðum hjá börnum og unglingum í sömu greinum. Þessi félög eru því greinilega að fá meiri tekjur en við af þannig viðburðum því útreikningarnir í umsókninni þurftu að vera nákvæmir og studdir með gögnum úr ársreikningum og fjárhagsáætlunum.

En maður sér þó að t.d Selfoss fær sambærilega tölu og við fyrir úrslitakeppni í handbolta en það var einmitt styrkurinn sem við fengum.

Við auðvitað vorum svo lánsöm að geta haldið okkar stóru mót sem hefðu fallið undir þessa styrki (en síðar kemur í ljós að við hefðum ekki fengið neitt vegna tímarammans sem settur var) og sóttum því eðlilega ekki um þau.

Á þessum tíma hefðum við í eðlilegu árferði haldið viðburði, herra og konukvöld til dæmis. En við töldum og teljum enn að það verði hægt að halda þannig viðburði núna í haust. segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.