Ævar Austjörð skrifar:

Hvað skal snæða?

3.September'20 | 10:13
ævar_a

Ævar Austfjörð

Mataræði er sívinsælt umræðuefni. Mjög misjafnar skoðanir eru á meðal fólks um hvað sé hollt og hvað ekki. Margir halda því fram að allt sé gott í hófi eins og ráðleggingar Landlæknisembættis segja til um. 

Mjög vinsælt er í dag að fylgja einhverskonar lágkolvetna mataræði eins og Ketó eða paleo og upp á síðkastið hefur carnivore mataræði verið að ryðja sér til rúms en á því fæði neytir fólk eingöngu dýraafurða og sneiðir hjá plöntum. Ekki má gleyma því að lítill hópur fólks fylgir einhverskonar grænmetisfæði allt frá því að neita sér eingöngu um kjöt og yfir í það að neita sér um allar dýraafurðir, semsagt vegan. Oft með ömurlegum afleiðingum. Ég segi lítill hópur því raunin er sú að langflestir sem prófa vegan eða grænmetisfæði gefast upp.

Fólk fylgir mataræði af misjöfnum ástæðum. Flestir held ég þó að reyni að velja það sem þeir telja að muni skila sem bestri líðan og heilsu. Reyndar eru margir sem fylgja vegan fæði af því að þeir vilja ekki að dýr séu drepin eða “misnotuð” Þeir aðilar virðast halda að ekki þurfi að drepa dýr til að rækta baunir korn og annan gróður en það er mikill misskilningur.

Það er vitað að maðurinn þróaðist í þá yfirburða skepnu sem hann er af því að hann hóf að borða kjöt einhversstaðar á þróunarbrautinni og seinna fór hann að elda kjötið líka. Sennilega höfum við sem tegund borðað kjöt mjög lengi en ekki eru allir sammála hversu lengi. Mér þykir þó ljóst að það sé nógu lengi til þess að við höfum tapað niður að mestu leiti getunni til að melta plöntufæði með góðum árangri. Enda er raunin sú að eftir því sem við höfum minnkað neyslu á rauðu kjöti og aukið neyslu á plöntum, sérstaklega síðustu 50-100 árin, þá höfum við samhliða því stóraukið neyslu á allskonar vítamínum bætiefnum og síðast en ekki síst lyfjum.

Kjöt! Maturinn sem við höfum borðað í milljónir ára er sagður ein helsta orsök nánast allra sjúkdóma. Og alveg sérstaklega þeirra sem kallast lífstílssjúkdómar og fóru ekki að hrjá okkur fyrr en við minnkuðum kjötneyslu og fórum að borða meira af grænmetisolíum og tilbúnu kolvetnaríku ruslfæði.

Okkur er sagt að borða grænmeti því það sé allra meina bót. Raunin er hinsvegar sú að flest grænmeti inniheldur ekki mikla næringu þótt það innihaldi oft mörg næringarefni. Grænmeti inniheldur einnig töluvert af efnum sem kallast antinutrients sem eru eins og nafnið gefur til kynna ekki til að hjálpa okkur og eru jafnvel eitruð. Antinutrients hindra upptöku annarra næringarefna úr grænmetinu og geta jafnvel valdið óþægindum. Eitt af þessum efnum er oxalsýra sem á þátt í myndun nýrnasteina. Samt er það svo að fólki með nýrnasteina er gjarnan ráðlagt að borða minna kjöt. Sem er hugsanlega versta ráð sem hægt er að gefa. Það er því þannig að stór hluti þeirrar næringar sem er í plöntum þegar við borðum þær er þar enn þegar við skilum þeim af okkur aftur.

En hvað á að borða? Gott ráð til að komast að því er að hlusta á þau tæki og tól sem við höfum sem eru t.d. sjón lyktar og bragðskyn. En af því að þeir sem lesa þetta eru flestir komnir til vits og ára og búnir að “læra hvað er rétt og rangt” þá gæti það ruglað okkur í ríminu. Þess vegna er sennilega best að fá óvita til að finna út úr þessu. Barn sem er nokkurra mánaða gamalt og hefur aðeins verið á brjósti móðurinnar. Barnið hefur ekkert annað en bragðlaukana lyktarskynið og sjónina til að meta hvað er óhætt að borða. Gefðu barninu salatblað eða brokkolí hrátt eða eldað og sjáðu hvað gerist. Gefið barninu svo kjöt hrátt eða eldað og taktu svo stöðuna.

Þetta er frekar einfalt. Það er biturt bragð af flestu grænmeti. Fyrir því eru tvær ástæður. Annarsvegar vegna þess að plantan vill ekki láta borða sig. Og hinsvegar eru bragðlaukarnir þínir að reyna að segja þér að líklega sé ekki óhætt að borða þetta. En fyrst ég minntist á oxalsýru má ég til með að benda á káltegund sem ein af gróðrarstöðvum okkar íslendinga tekur sérstaklega fram að innihaldi enga oxalsýru SEM ER SKAÐLEG en getur þess ekki að sennilega er þessi skaðlega oxalsýra í mörgum ef ekki flestum öðrum afurðum sem þar eru framleiddar.

Nú ætla ég ekki að halda því fram að allir eigi bara að borða kjöt og ekkert annað. Enn síður að fólk eigi ekki að borða neitt grænmeti. Við vitum að óvitinn venst bragðinu sé þessu haldið að honum og á einhverjum tímapunkti, þegar hann er búinn að vera á leikskóla og síðar í skóla er búið að halda grænmetis áti svo dyggilega að honum að blessað barnið telur það orðið dyggð að borða grænmetið og hefur vanist bragðinu. En þeir sem borða slíkt gætu þurft að taka afleiðingunum.

Það merkilega við þessa skaðlegu oxalsýru er að mínu mati sú staðreynd að hana virðist helst vera að finna í “matvælum” sem er gjarnan haldið á lofti sem heilsufæði.

Hvað sem þú vilt gera í þínu mataræði þarftu að geta óhikað breytt út af ef mataræðið er ekki að vinna með þér.
Eitt er þó nokkuð öruggt. Ef kjötneysla er vandamál hjá þér heilsufarslega er það sennilega vegna þess að hún er of lítil.

 

Lifið heil
Ævar Austfjörð

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%