Flugfélagið Ernir:

Gríðarleg fækkun farþega í ár

:: Viðvarandi fækkun farþega neyðir Flugfélagið Erni til að hætta áætlunarflugi til Eyja

2.September'20 | 10:49
ernir_ny_vel_2018

Það þarf töluvert að koma til svo það gangi upp að hefja flug aftur, hvort sem það er aukning á eftirspurn eða einhvers konar aðstoð hins opinbera, segir sölu- og markaðsstjóri Ernis. Ljósmynd/Óskar Elías Sigurðsson

„Því miður ekki hjá þessu komist í ljósi þess farþegastreymis sem verið hefur undanfarna mánuði.” segir Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Flugfélagsins Ernis í samtali við Eyjar.net. En farþegum hefur fækkað gífurlega undanfarið á flugleiðinni til Eyja.

„Farþegum hefur farið mjög fækkandi síðasta árið. Ekki hjálpar Covid19 ástandið í þjóðfélaginu og höfum við orðið fyrir gríðarlegri fækkun þetta árið og ekki síst frá miðjum mars þegar þetta ástand byrjaði. Við fækkuðum ferðum 1. apríl til að bregðast við farþegafækkun en ákváðum þó að fljúga 5 ferðir í viku og ekki hvað síst til að koma sýnum og vörum á milli lands og Eyja í apríl, maí.” segir Ásgeir Örn og bætir við:

Úr níu þúsund farþegum niður í rúmlega þrjú þúsund

„Við höfum flogið til Eyja frá byrjun ágúst 2010 og því búin að þjónusta þetta svæði í 10 ár. Farþegafjöldi var um átján þúsund farþegar en hefur farið mjög fækkandi og t.d. 2019 var hann kominn niður í rúmlega ellefu þúsund. Þetta árið, 2020, erum við búin að flytja rúmlega þrjú þúsund farþega en á sama tíma í fyrra um níu þúsund og árið þar á undan, 2018, um ellefu þúsund. Það gefur því auga leið að farþegafjöldinn hefur fallið gríðarlega og þar að leiðandi tekjur af þessari flugleið.”

Sjá einnig: Flugfélagið Ernir hættir flugi til Vestmannaeyja

Reyndum allt okkar til ná til farþega í sumar

„Við ákváðum að reyna allt okkar til ná til farþega í sumar með því að bjóða 50% afslátt af öllum fargjöldum en því miður var það ekki að duga og hélt fækkunin áfram. Við sáum þetta var ekki að ganga og getum ekki tapað og tapað á þessari flugleið. Almenningur, fyrirtæki og stofnanir verða að nýta þjónustu sem í boði er til að dæmið gangi upp, en því miður þá er staðan ekki sú í dag og því fer sem fer. Við erum í stakk búin til að hefja flug aftur með skömmum fyrirvara en það þarf töluvert að koma til svo það gangi upp hvort sem það er aukning á eftirspurn eða einhvers konar aðstoð hins opinbera til að gera flugsamgöngur mögulegar til Eyja.” segir Ásgeir Örn.

Þessu tengt: "Sleginn yfir þessum fréttum"

Hann segir að síðasta ferð félagsins, í bili a.m.k, verði því farin síðdegis föstudaginn 4. september.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.