Vilja funda með þingmönnum vegna stöðu Herjólfs ohf.

1.September'20 | 13:13
IMG_2026

Vestmannaeyjabær telur ríkið ekki standa við þær greiðslur sem kveðið er á um í þjónustusamningi, m.a. vegna öryggismönnunar á skipinu. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja kom saman í dag til þess að ræða stöðuna hjá Herjólfi ohf., eftir ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins um uppsagnir á starfsfólki til þess að ráðast í endurskipulagningu félagsins.

Í afgreiðslu ráðsins segir að þann 17. ágúst sl. átti bæjarráð fund með samgönguráðherra og vegamálastjóra til að fara yfir alvarlega fjárhagsstöðu Herjólfs ohf. 

Á fundinum kom fram að Vestmannaeyjabær telur ríkið ekki standa við þær greiðslur sem kveðið er á um í þjónustusamningi, m.a. vegna öryggismönnunar á skipinu. Af því leiðir að framlög til félagsins eru um 200 m.kr. lægri en umræddur samningur segir til um. Mikilvægt er fyrir áframhaldandi vinnu að samgönguráðuneytið svari því sem allra fyrst hvort það hyggist standa við sínar skuldbindingar skv. þjónustusamningnum.

Að auki hefur kórónuveiran haft mikil áhrif á rekstur félagsins á þessu ári og hefur enn, enda miklar takmarkanir varðandi samgöngur á sjó. Það skapar félaginu töluverða fjárhagslega óvissu sem ekki sér fyrir endann á.

Í gær ákvað stjórn Herjólfs ohf. að grípa til sársaukafullra aðgerða með uppsögnum á starfsfólki félagsins, en með þeim aðgerðum skapast ákveðið svigrúm til þess að enduskipuleggja reksturinn á þessum óvissutímum. Mikilvægt er að ekki komi til skerðinga á ferðatíðni milli lands og Eyja, heldur verði að lágmarki boðið upp á sex ferðir á dag. Unnið verður að því að ljúka endurskipulagningu sem allra fyrst til þess að eyða þeirri óvissu sem starfsfólkið býr við.

Herjólfur og samgöngur í Landeyjahöfn eru lífæð samfélagsins í Vestmannaeyjum. Það skiptir miklu máli að ríkið og sveitarfélagið standi saman um rekstur Herjólfs ohf., reksturinn sé sjálfbær, rekstrarumhverfi og forsendur fyrirsjánlegar, fjárveitingar samkvæmt þjónustusamningi séu tryggðar um þetta mikilvæga hagsmunamál einstaklinga og fyrirtækja í Vestmannaeyjum, sem og allra landsmanna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis til þess að upplýsa þá um alvarlega stöðu Herjólfs ohf.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).