Ríkið styrkir 23 einkarekin fjölmiðlafyrirtæki
1.September'20 | 17:17Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru.
Alþingi samþykkti sl. vor að verja 400 milljónum kr. til verkefnisins og fól ráðherra að setja reglugerð með stoð í 9. gr. laga nr. 37/2020. Þar er tilgreint að við ákvörðun um fjárhæð stuðnings verði litið til tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og fréttamanna, myndatökumanna, ljósmyndara, ritstjóra og aðstoðarritstjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá verði tekið mið af beinum verktakagreiðslum til sambærilegra aðila, útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Upplýsingarnar skulu staðfestar af endurskoðanda, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.
Í reglugerð ráðherra frá 3. júlí 2020 er fjölmiðlanefnd falin umsýsla málsins. Nefndin auglýsti eftir umsóknum 10. júlí sl. og umsóknarfrestur rann út 7. ágúst. Alls bárust 26 umsóknir um sérstakan rekstrarstuðning, þar af 25 frá fjölmiðlaveitum og ein frá félagi sem ekki telst fjölmiðlaveita í skilningi laga um fjölmiðla. Alls uppfylltu 23 umsóknir frá fjölmiðlaveitum skilyrði reglugerðar 670/2020 og skiptist stuðningsupphæðin á milli þeirra þannig:
Fyrirtæki |
Sótt um vegna: |
Stuðningur í kr.* |
Árvakur hf. |
Morgunblaðið, Mbl.is, K100 |
99.904.495 |
Ásprent – Stíll ehf. |
Vikublaðið, Vikubladid.is |
2.239.059 |
Birtingur útgáfufélag ehf. |
Mannlíf, Mannlif.is |
24.017.147 |
Björt útgáfa ehf. |
Hafnfirðingur, Hafnfirdingur.is |
852.801 |
Bændasamtök Íslands |
Bændablaðið, Bbl.is, Tímarit Bændablaðsins, Hlaðvarp Bændablaðsins |
9.277.877 |
Eyjasýn ehf. |
Eyjafréttir, Eyjafrettir.is |
3.091.497 |
Fröken ehf. |
Reykjavík Grapevine, Grapevine.is |
7.596.783 |
Hönnunarhúsið ehf. |
Fjarðarfréttir, Fjardarfrettir.is |
1.124.341 |
Kjarninn miðlar ehf. |
Kjarninn.is, Hlaðvarp Kjarnans, Vísbending |
9.299.482 |
Kópavogsblaðið slf. |
Kópavogsblaðið, Kopavogsbladid.is |
466.962 |
MD Reykjavík ehf. |
Iceland Review, Icelandreview.is |
5.997.042 |
Myllusetur ehf. |
Fiskifréttir, Fiskifrettir.is, Frjáls verslun, Viðskiptablaðið, Vb.is |
20.225.397 |
N4 ehf |
N4, N4 hlaðvarp, N4.is |
13.527.946 |
Prentmet Oddi ehf. |
Dagskráin – fréttablað Suðurlands, Dfs.is |
1.916.079 |
SAGANET - ÚTVARP SAGA EHF. |
Útvarp Saga, Utvarpsaga.is, Utvarpsaga.is hlaðvarp |
5.250.398 |
Skessuhorn ehf |
Skessuhorn, Skessuhorn.is |
7.326.329 |
Steinprent ehf. |
Bæjarblaðið Jökull |
1.683.126 |
Sýn hf. |
Stöð 2, Bylgjan, Vísir.is |
91.118.336 |
Torg ehf. |
Fréttablaðið, Frettabladid.is, Hringbraut, Hringbraut.is |
64.754.052 |
Tunnan prentþjónusta ehf. |
Hellan héraðsfréttablað, DB-blaðið |
1.044.031 |
Útgáfufélag Austurlands ehf. |
Austurglugginn, Austurfrett.is |
3.201.564 |
Útgáfufélagið Stundin ehf. |
Stundin, Stundin.is |
17.780.267 |
Víkurfréttir ehf. |
Víkurfréttir, Vf.is |
7.922.972 |
*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...