Uppfærð frétt

Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp störfum

- uppagnir ná til allra starfsmanna og allra deilda félagsins þ.e. rekstarsviðs, útgerðarsviðs og þjónustusviðs

31.Ágúst'20 | 15:26
IMG_2061

Ljósmynd/TMS

Í dag var boðað til starfsmannafundar hjá Herjólfi ohf. Var þar öllum starfsmönnum félagsins sagt upp störfum. Fram kemur í tilkynningu að stjórnin telji óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu.   

Í fréttatilkynningu frá stjórn félagsins segir: 

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hóf þann 20. ágúst s.l. ferli að hópuppsögnum allra starfsmanna félagsins í samræmi við lög um hópuppsagnir nr. 63/2000 án þess að endanleg niðurstaða hafi legið fyrir. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá sársaukafullu ákvörðun að segja upp öllum starfsmönnum. Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu.   

Áætluð áhrif vegna kórónaveirunnar eru veruleg og ekki liggur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.  

Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja. 

Vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins er í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verður hraðað eins og kostur er.  

 

Frétt uppfærð kl. 15.37

Tags

Herjólfur

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.