Fjölskyldu- og tómstundaráð:
Sérstaklega er gætt að viðkvæmum hópum
27.Ágúst'20 | 07:05Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu og viðbrögðum vegna COVID-19 á helstu stofnunum sem heyra undir ráðið á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni.
Fram kemur í fundargerðinni að ljóst sé að miðað við stöðuna í dag búum við enn við hættu vegna kórónuveirunnar og mikilvægt að gætt sé vel að öllum smitvörnum og öllum fyrirmælum fylgt eftir. Sérstaklega er gætt að viðkvæmum hópum og þá fyrst og fremst eldra fólki og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem eru berskjaldaðir fyrir alvarlegum veikindum. Sérstaklega er gætt að sóttvörnum á Hraunbúðum, þjónustuíbúðum fatlaðs fólks og dagþjónustu.
Að auki er passað upp á sóttvarnir á skrifstofum fjölskyldu- og fræðslusviðs á Rauðagerði, í heimaþjónustunni og allri annari þjónustu á vegum sviðsins. Fylgt er eftir öllum fyrirmælum og ráðleggingum sem koma frá Landlæknisembættinu. Fylgst er vel með félagslegum- og fjárhagslegum áhrifum sem komið getur upp vegna kórónuveirunnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.