Markaðsátak skilaði góðum árangri

21.Ágúst'20 | 07:32
mannlif

Markaðsátak sem sett var á laggirnar í vor skilaði góðum árangri. Ljósmynd/TMS

Fulltrúar ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum komu á fund bæjarráðs í vikunni til þess að greina frá stöðu ferðaþjónustunnar og sér í lagi stöðu ferðaþjónustufyrirtækja þegar langt er liðið á sumarið.

Þá var farið yfir framtíðarsýn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja gagnvart starfsemi Markaðsstofu Suðurlands og hvernig horfurnar eru framundan.

Ferðaþjónustan ræddi m.a. nauðsyn þess að halda áfram því góða markaðsátaki sem sett var á laggirnar í vor og skilaði góðum árangri. Meðal áherslna í áframhaldandi markaðsátaki er að skilgreina erlenda markhópa og markaðssetja Vestmannaeyjar gagnvart erlendum ferðamönnum.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð þakki fulltrúum ferðaþjónustunnar fyrir upplýsingarnar og felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að funda reglulega með ferðaþjónustunni um stöðu mála.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...