Bæjarráð Vestmannaeyja:

Leita þarf allra leiða til að koma rekstri Herjólfs á réttan kjöl

20.Ágúst'20 | 14:30
IMG_3592

Fjárhagsstaða félagsins er mjög erfið og miklar áskoranir framundan, segir m.a í bókun bæjarráðs. Ljósmynd/TMS

Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. komu á fund bæjarráðs Vestmannaeyja í gær til þess að ræða málefni félagsins. 

Þeðal þess sem rætt var var samstarf og viðræður við Vegagerðina um núverandi þjónustusamning, rekstrarstöðu félagsins, samningaviðræður við Sjómannafélag Íslands um kjaramál háseta, bátsmanna og þerna og framtíðarhorfur nú þegar nær dregur hausti.

Þessu tengt: Tap af rekstri Herjólfs ohf.

Í afgreiðslu bæjarráðs segir að ráðið þakki greinargóðar upplýsingar og leggur áherslu á að unnið verði að krafti næstu vikurnar við að greina tekjur og útgjöld félagsins. Fjárhagsstaða félagsins er mjög erfið og miklar áskoranir framundan. Leita þarf allra leiða til að koma rekstrinum á réttan kjöl þannig að félagið verði fjárhagslega sjálfbært án þess að til komi skerðing á ferðatíðni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).