Óvenjulegt sumar í Eldheimum

12.Ágúst'20 | 10:42
eldheima_20

Mikið af Íslendingum kom í júní og júlí að skoða Eldheima. Ljósmynd/TMS

„Sumarið hefur verið óvenjulegt í Eldheimum eins og annarstaðar í samfélaginu. Safnið var alveg lokað á meðan COVID faraldurinn var alvarlegastur.”

Þetta segir Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima í samtali við Eyjar.net. Hún segir að þau hafi opnað strax og það mátti, þann 4.maí.

Líflegt og skemmtilegt frá miðjum júní og út júlí

„Til að byrja með var mjög rólegt. Seinni hluta maí og svo í júní fór aðsóknin að glæðast og það er búið að vera mjög líflegt og skemmtilegt frá miðjum júní og í júlí. Þá voru um 80 % gesta Íslendingar, en 20% erlendir ferðamenn. Í venjulegu árferði er þetta akkúrat öfugt. Nú í ágúst hefur róast. Mun minna er af Íslendingum og því eru erlendir ferðamenn orðnir í meirihluta, sem er líkara því sem við þekkjum frá þessum tíma á sl. árum.”

Aðspurð um framhaldið segir Kristín að það sé mjög erfitt að segja til um það. „Það fer allt eftir því hver framvinda veirufaraldurins verður hérlendis, sem erlendis. Á síðasta ári voru september og október mjög góðir, auðvitað vona ég það besta.”

Lifum í alþjóðasamfélagi með þeim kostum og göllum sem því fylgja

Gerðu stjórnvöld rétt að þínu mati að opna landamærin þannig að ekki þyrfti að fara í sóttkví við komu?

Ég ætla ekki að dæma eða leggja mat á einstakar aðgerðir sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. Við lifum í alþjóðasamfélagi með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Við getum ekki lokað okkur af og lamað stóran hluta samfélagsins. Ég tel að verið sé að reyna að gera það besta við erfiðar, fordæmalausar aðstæður, en það er líka hver sjálfum sér næstur í að passa sig. Við í Eldheimum tökum á móti tugum og hundruðum ferðamanna daglega. Við erum meðvitaðar um þá ábyrgð og áhættu sem því fylgir. Okkur hefur tekist vel til með því að herða mjög sóttvarnir, varúðarráðstafanir og fjöldatakmarkanir.     

Kristín segir að endingu að hún voni auðvitað að það styttist í lyf og bóluefni svo við getum endurheimt okkar fyrra líf. „En fram að því verðum við að gæta okkar. Við getum ekki ætlast til þess að aðrir sjái um það fyrir okkur með boðum og bönnum.”

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.