Landgöngubrúin að komast í gagnið

12.Ágúst'20 | 14:17
IMG_4008

Búið er að laga festingar og lengja þannig að brúin getur ekki runnið úr festingunum líkt og gerðist í byrjun mánaðar. Ljósmynd/TMS

Fyrsta dag mánaðarins hrundi landgöngubrú Herjólfs í Vestmannaeyjum. Ekki hefur verið hægt að nota brúnna síðan. 

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjar.net að mjög litlar skemmdir hafi orðið á brúnni og klárast breytingar á henni vonandi í vikunni. 

Sjá einnig: Mildi að ekki varð slys á fólki þegar landgöngubrú Herjólfs féll til jarðar

„Það er búið að laga festingar og lengja þannig að brúin getur ekki runnið úr festingunum líkt og gerðist. Starfsmenn Vegagerðarinnar tóku þetta út núna í vikunni.” segir G. Pétur.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.