Áhyggjur af dýpi og aðskotahlutum innan hafnar

12.Ágúst'20 | 07:40
isleif_ve_innsigling

Í byrjun júlí-mánaðar fór dekkjastæða í skrúfuna á Ísleifi VE í höfninni. Ljósmynd/TMS

Útvegsbændur í Vestmannaeyjum hafa talsverðar áhyggjur af því að dýpi innan Vestmannaeyjahafnar sé ekki nægjanlegt. 

Stór skip með mikla djúpristu eiga oft í talsverðum erfiðleikum með að athafna sig í höfninni vegna þess að dýpið er ekki nægjanlegt, segir í bréfi frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja til framkvæmda- og hafnarráðs. Jafnframt segir að oft þurfi að sæta lagi til að koma þessum skipum að bryggju þegar lásjávað sé og í einhverjum tilfellum sé það ómögulegt. Þetta geti valdið útgerðum miklum vandræðum þegar mikið liggi við í löndun og vinnslu á hráefni og tafið skip frá veiðum.

Dekkjastæða í skrúfuna á Ísleifi VE

Þá segir í bréfinu að einnig séu aðskotahlutir á botni hafnarinnar sem geta valdið tjóni á botni, skrúfu og stýri skipa. Í byrjun júlí-mánaðar fór dekkjastæða í skrúfuna á Ísleifi VE. Í bréfinu segir að það tilvik hafi getað endað í stórtjóni og mildi að ekki fór verr.

Bréfið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Í bókun ráðsins segir að fyrir liggi bréf frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja m.a. vegna dýpis í Vestmannaeyjahöfn. Jafnframt greindi formaður frá fundi sem hún og starfsmenn áttu með fulltrúum Útvegsbændafélagsins og svari til bréfritara. Lagðar voru fram mælingar á dýpi hafnarinnar frá því í maí 2020 og samanburður á dýpistölum frá 2015. 

Óverulegar breytingar á dýpi 

Í svari Ólafs Snorrasonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs til bréfritara segir að vissulega séu einhverjar breytingar en þær eru óverulegar og alltaf er eitthvað efni á ferðinni innan hafnar. Ljóst er að sandburður inn í höfn er hverfandi miðað við það sem áður var.

Hönnunardýpi hafnarinnar er almennt 8 metrar en dýpi við kanta er mismunandi eftir hönnun þeirra. Vestmannaeyjahöfn fylgist vel með dýpi hafnarinnar nú sem áður og gripið er til ráðstafana ef þurfa þykir.

Skoða að kortleggja hvort eitthvað sé í höfninni sem skaðað gæti skip

Varðandi aðskotahluti á botni hafnarinnar er erfitt að sjá hvort eitthvað sé á ferðinni en í samræmi við umræður á fundi okkar fyrr í dag þá mun höfnin skoða hvort hægt sé að kortleggja hvort eitthvað sé í höfninni sem skaðað gæti skip sem eru á ferðinni og grípa þá til viðeigandi ráðstafana. Vestmannaeyjahöfn tekur þessar ábendingar alvarlega og þakkar það góða samstarf sem verið hefur við útgerðir og fyrirtæki við höfnina með von um að slíkt samstarf verði til framtíðar, segir í svari framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.