Enn hefur ekki verið fundað í Herjólfsdeilunni

11.Ágúst'20 | 12:20
jonas_gardars

Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands við Herjólf. Ljósmynd/TMS

Kjaradeila undirmanna á Herjólfi er enn óleyst en Sjómannafélag Íslands aflýsti verkfalli í síðasta mánuði og sættust deiluaðilar á að fara í viðræður sem á að ljúka fyrir 17. ágúst nk.

Enn hafa deiluaðilar ekki fundað frá því að frá þessu samkomulagi var gengið. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segist Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, eiga von á að fundir hefjist síðar í þessari viku. Hann segist viss um að viðræðum ljúki með góðri niðurstöðu fyrir 17. ágúst.

Í sömu frétt er haft eftir Jónasi Garðarssyni, formanni samninganefndar Sjómannafélags Íslands að þeir hafi ekkert heyrt frá forsvarsmönnum Herjólfs.

Hann segir að ef ætti að koma á vinnustöðvun aftur, þyrfti að boða hana fyrst með tilteknum fyrirvara. Hann segir að verið sé að ræða ýmsar leiðir innan félagsins. Spurður hvort hann telji líklegra að aðilar nái saman nú en þá segir Jónas ómögulegt að segja til um það. „Það hefur ekkert breyst. Það er bara þannig.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.