Áhyggjur af rafhlaupahjólum í umferðinni

11.Ágúst'20 | 08:30
rafhlaupahjol_20

Fjöldi rafhlaupahjóla hefur stóraukist í umferðinni í ár. Ljósmynd/TMS

Mikil aukning hefur orðið í sumar á svokölluðum rafhlaupahjólum á götum og gangstéttum bæjarins. Oft á tíðum eru ökumennirnir ungir krakkar og hafa nokkrir bæjarbúar haft samband við ritstjórn Eyjar.net og lýst áhyggjum af þessum nýju tækjum í umferðinni.

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn segir í samtali við Eyjar.net að lögreglan deili þessum áhyggjum vegna aukningar á slíkum hjólum hér í umferðinni.

Hann segir að samkvæmt umferðarlögum séu þau skilgreind sem venjuleg reiðhjól .”Vélknúin hlaupahjól (oft kölluð rafhlaupahjól, rafmagnshlaupahjól, rafskútur) tilheyra flokki reiðhjóla og eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst.”

Jóhannes segir að samkvæmt umferðarlögum sé ekkert aldurstakmark á velknúnum hlaupahjólum en framleiðandi og rafhlaupaleigur setja stundum aldurstakmark á notkun. Samkvæmt lögum skulu börn yngri en 16 ára nota hjálm sem öryggisbúnað.

Að foreldrar ræði við börn sín um reglur og leiðbeini þeim um notkun

Aðspurður um hvort orðið hafi slys við notkun á slíkum hjólum segir Jóhannes að lögreglan í Eyjum hafi ekki fengið tilkynningu um að slys hafi orðið á stjórnanda á slíku hjóli. „Sem betur fer. Það er þó vitað að rafhlaupahjóli hefur verið ekið á bifreið án þess að stjórnandi hjólsins hafi slasast. Skemmdir urðu á bifreiðinni. Þarna hefði getað orðið alvarlegt slys. Það hafa orðið nokkur slys á þessum hjólum upp á landi.”

Lögreglan vill sérstaklega beina því til foreldra að þau ræði við börn sín um þær reglur sem gilda um rafhlaupahjól og leiðbeini þeim um notkun og þær hættur sem geta fylgt því að vera á slíku farartæki. Sérstaklega er rétt að benda á hjálmaskylduna.  Rétt er einnig að benda á að það er með öllu óheimilt að reiða farþega en eitthvað hefur boðið á að tveir einstaklingar séu á slíku hjóli.

Hér má sjá einblöðung sem Samgöngustofa hefur gefið út varðandi þessi hjól

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.