Tvö smit í Eyjum og 79 í sóttkví

9.Ágúst'20 | 14:15
IMG_9879

Í gær fór fram skimun á vegum HSU í Vestmannaeyjum meðal einstaklinga í sóttkví og var hún vel sótt. Ljósmynd/TMS

Tveir einstaklingar eru nú í einangrun í Vestmannaeyjum og 79 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Vestmannaeyjum.

Í tilkynningunni segir enn fremur að í gær hafi farið fram skimun á vegum HSU í Vestmannaeyjum meðal einstaklinga í sóttkví og var hún vel sótt. Á morgun fer fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þeir sem hafa skráð sig eru hvattir til að mæta.

Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti vel að eigin smitvörnum og sæki C-19 smitrakningarapp almannavarna. Aðilum með flensueinkenni er bent á að hafa samband við læknavaktina í síma 1700 og fá tíma í sýnatöku, segir í tilkynningu aðgerðastjórnar.

 

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.