Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum:

Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald verður

- allt kapp lagt á að skólar taki til starfa að nýju að loknu sumarleyfi

9.Ágúst'20 | 19:39
fív_frontur

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Undirbúningur haustannar er í fullum gangi hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. 

Munu upplýsingar um upphaf og fyrirkomulag kennslu, móttöku nýnema, stundatöflur og bókalista koma inn á heimasíðu skólans þegar nær dregur. 

Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald verður núna á haustönninni en miðað við fréttir þá er allt kapp lagt á að skólar taki til starfa að nýju að loknu sumarleyfi, segir í færslu á facebook-síðu skólans.

Skipulag skólastarfsins tekur mið af Covid-19 og rétt er að minna á að skólinn fylgir að sjálfsögðu fyrirmælum almannavarna um sóttvarnir og samkomutakmarkanir. Næstu upplýsingar um samkomutakmarkanir eru væntanlegar þann 13. ágúst og í framhaldi af því koma upplýsingar um skipulag skólastarfsins inn á heimasíðu skólans.

Einn möguleikinn er blanda af staðnámi og fjarnámi innan þeirra takmarkana sem eru í gildi á hverjum tíma. Verið er að skoða mögulegar útfærslur á slíku fyrirkomulagi. Móttaka nýnema eins og annað skólahald mun að sjálfsögðu taka mið af reglum um sóttvarnir og samkomutakmarkanir.

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum á heimasíðu skólans og upplýsingafundum almannavarna, segir að endingu í færslunni.

Tags

FÍV

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%