Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum:
Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald verður
- allt kapp lagt á að skólar taki til starfa að nýju að loknu sumarleyfi
9.Ágúst'20 | 19:39Undirbúningur haustannar er í fullum gangi hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Munu upplýsingar um upphaf og fyrirkomulag kennslu, móttöku nýnema, stundatöflur og bókalista koma inn á heimasíðu skólans þegar nær dregur.
Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald verður núna á haustönninni en miðað við fréttir þá er allt kapp lagt á að skólar taki til starfa að nýju að loknu sumarleyfi, segir í færslu á facebook-síðu skólans.
Skipulag skólastarfsins tekur mið af Covid-19 og rétt er að minna á að skólinn fylgir að sjálfsögðu fyrirmælum almannavarna um sóttvarnir og samkomutakmarkanir. Næstu upplýsingar um samkomutakmarkanir eru væntanlegar þann 13. ágúst og í framhaldi af því koma upplýsingar um skipulag skólastarfsins inn á heimasíðu skólans.
Einn möguleikinn er blanda af staðnámi og fjarnámi innan þeirra takmarkana sem eru í gildi á hverjum tíma. Verið er að skoða mögulegar útfærslur á slíku fyrirkomulagi. Móttaka nýnema eins og annað skólahald mun að sjálfsögðu taka mið af reglum um sóttvarnir og samkomutakmarkanir.
Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum á heimasíðu skólans og upplýsingafundum almannavarna, segir að endingu í færslunni.
Tags
FÍV
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.