200 farþega hámark í Herjólf

9.Ágúst'20 | 21:30
grimur_herj

Allir farþegar Herjólfs verða að vera með andlitsgrímur. Ljósmynd/TMS

„Við erum með bókunarkerfið stillt á 200 farþega og er það gert til að tryggja 2ja metra viðmiðið um borð í ferjunni. Vissulega eru allir farþegar með andlitsgrímur en þær einar og sér heimila okkur ekki að takmarka fjarlægð milli einstaklinga.”

Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjar.net aðspurður um hvort búið væri að færa farþegafjölda ferjunnar niður vegna kórónuveirunnar.

Þurfa hugsanlega að takmarka fjölda farþega enn frekar

Guðbjartur segir að farþegarýmið á 4. hæð ráði við um 150 til 170 farþega fyrir utan útisvæðið. „Reglur sem gefnar hafa verið út og eiga að takmarka mögulegar smitleiðir eru settar í fyrirrúmi hjá okkur. Við gerum ráð fyrir að fjölskyldur ferðist með okkur að jafnaði sem gefur eitthvað aukið svigrúm og því erum við með 200 farþega hámarkið í gildi núna. Ef það reynist ekki nóg munum við takmarka fjölda farþega enn frekar.”

Þurfum að halda þessari þjóðleið gangandi

„Við erum að glíma við vá sem við þekkjum ekki né heldur vitum við hvað þetta ástand mun vara lengi. Það er engu að síður mikilvægt fyrir okkur að tryggja órofnar og tryggar samgöngur á milli Eyja og lands.” segir Guðbjartur.

Hann segir tímann verða svolítið að leiða það í ljós hvernig þessi mál þróast. „Okkar hlutverk er skýrt, við þurfum að halda þessari þjóðleið gangandi fyrir alla sem þurfa að nota hana.”
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.