Tilkynning frá aðgerðastjórn Vestmannaeyja:
Enginn er í einangrun í Eyjum - 48 einstaklingar í sóttkví
7.Ágúst'20 | 10:4148 einstaklingar sem eru búsettir í Vestmannaeyjum eru komnir í sóttkví og er von á að þeim fjölgi þegar líða tekur á daginn. Enginn er í einangrun í Vestmannaeyjum.
Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðarstjórnar í Vestmannaeyjum sem hefur nú verið virkjuð vegna kórónuveirufaraldursins. Enn fremur segir að einstaklingar sem hafi voru gestkomandi í Vestmannaeyjum sl. helgi hafi greinst með staðfest smit af COVID-19. Smitrakningarteymi almannavarna rekur nú ferðir þeirra.
Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti að eigin smitvörnum og fari að fyrirmælum stjórnvalda til hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Við erum öll almannavarnir, segir að endingu í tilkynningunni.
Tags
COVID-19
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.