Met hjá Myllumönnum

„Bíðum ekki með það til morguns sem hægt er að gera í dag er okkar mottó í Myllunni." segir myllustjórinn

5.Ágúst'20 | 08:32
myllan_vorubill

Myllan flutt úr dalnum. Ljósmynd/TMS

Síðdegis í gær var Myllan flutt úr Herjólfsdal. Það væri ekki frásögur færandi nema fyrir það að aldrei áður hefur mannvirkið verið flutt þetta snemma árs úr dalnum.

Jóhann Pétursson, myllustjóri segir að venjulega þurfi að bíða eftir að Hliðið og fleiri mannvirki sem eru fyrir Myllunni fari niður fyrst. „Í ár var það bara myllugengið sem setti upp sitt mannvirki og því gátum við tekið það niður nú án þess að taka tillit til annara. Þá gerist þetta á þessum hraða.” segir Jóhann.  

„Bíðum ekki með það til morguns sem hægt er að gera í dag er okkar mottó í Myllunni. Þá er bara að bíða eftir gleðinni á næsta ári þegar að Myllan verður sett upp fyrir næstu Þjóðhátíð.” sagði myllustjórinn að lokum um leið og hann þakkaði öllum þeim fjölmörgu sem hrósuðu þeim Myllumönnum fyrir uppsetningu Myllunnar fyrir þessa merkilegu Þjóðhátíð.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-