Frístund opnar á þriðjudaginn

5.Ágúst'20 | 13:44
mark_grv

Þann 11. ágúst næstkomandi opnar frístundaverið á nýjum stað í Hamarsskólanum. Ljósmynd/TMS

Þann 11. ágúst næstkomandi opnar frístundaverið á nýjum stað í Hamarsskólanum. Frístund er starfrækt eftir hádegi alla virka skóla daga frá 12:30-16:30 fyrir börn í 1-4 bekk. 

Jafnframt verður boðið upp á heilsdagsvistun á starfsdögum og í vetrarfríi frá 07:45 – 16:30. Þetta kemur fram í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. 

Þar segir einnig að dagana 11-24. ágúst verði heilsdagsvistun á frístund. Þann 11-14. ágúst verður aðeins opið fyrir börn sem eru að fara í fyrsta bekk. 17-24. ágúst verður opið fyrir öll börn í 1-4.bekk sem eiga gilda umsókn. Umsóknarblað fyrir vistun þessa daga verður send út á foreldra sem eiga barn skráð á frístund í byrjun ágúst.

Meginmarkmið frístundar er að bjóða upp á innihaldsríkt frístundar- og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.

Opið er fyrir umsóknir og eru foreldrar beðnir um að sækja um sem allra fyrst, áður en skólarnir byrja. Foreldrar sem eiga börn sem nýttu sér frístund á síðasta skólaári þurfa einnig að skila inn umsókn ef þeir ætla að halda áfram að nýta sér þjónustu Frístundar.

Hægt er að sækja um vistun í gegnum íbúagáttina sem má finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, segir í fréttinni. Forstöðumaður frístundar er Anton Örn Björnsson.

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.