Tæplega 63 þúsund farþegar með Herjólfi í júlí

4.Ágúst'20 | 13:17
IMG_3582

Herjólfur flutti tæplega 63 þúsund farþega á milli lands og Eyja í júlí. Ljósmynd/TMS

Fara þarf aftur til ársins 2014 til að finna minni farþegaflutninga með Herjólfi í júlí mánuði. 

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Eyjar.net að með ferjunni hafi farið 62.727 farþegar í síðasta mánuði. 

Til samanburðar má sjá að árið á undan voru fluttir 73.374 farþegar á milli lands og Eyja. Árið 2018 fóru 67.946 með ferjunni í júlí. Árið 2017 voru þeir 71.998, en metárið er 2016. Þá voru farþegar Herjólfs 79.102 í júlí.

Þessu tengt: Rúmlega 48 þúsund farþegar ferðuðust með Herjólfi í júní

Rétt er að geta þess að mestu munar um að í ár var engin Þjóðhátíð sem að hefur töluvert um það að segja hversu mikið færri voru á ferð milli lands og Eyja í ár. Þá hefur kórónuveirufaraldurinn einnig sitt að segja og þær hertu aðgerðir sem tóku í gildi í síðustu viku.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.