Páll Scheving Ingvarsson skrifar:

Maður með byssu

4.Ágúst'20 | 08:50
madur_med_byssu_af

Greinarhöfundur bendir á að vopnaðir vænisjúkir einstaklingar séu stórhættulegir.

Ég finn til með Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Jeffrey líður örugglega mjög illa, hann finnur til mikils óöryggis á Íslandi og telur einu mögulegu lækninguna við þessari vanlíðan, að vopnast, bera á sér byssu. Ég vona að honum verði ekki að ósk sinni. Vopnaðir vænisjúkir einstaklingar eru stórhættulegir.

En Jeffrey er vorkun. Hann er Bandaríkjamaður. Þar sem menn státa sig mest af “frelsinu”. Þar finnst mönnum sjálfsagt og eðlilegt sé að allir gangi um vopnaðir og það eigi að sjálfsögðu að vera val hvers og eins. Það er víst hluti af frelsinu. Ég verð að setja spurningamerki við þannig frelsi. Líklega framleiðir það bara ofbeldi, ótta og menn eins og Jeffrey. Mörgum Bandaríkjamönnum líður nefnilega eins og sendiherranum.

Forseti Bandaríkjanna, sagði eftir hræðilegt fjöldamorð í framhaldsskóla, að það hefði ekki gerst ef kennarar væru allir vopnaðir. Forsetinn er djúpt hugsandi talsmaður frelsis og vopnaburðar. Hann var lýðræðislega kjörinn!

Mér hefur sem betur fer aldrei liðið eins og Jeffrey. Þegar ég velti því fyrir mér undir hvaða kringumstæðum ég vildi bera vopn, þá væri það hugsanlega helst að næturlagi í frumskógi þar sem fjöldi rándýra læðist um í leit að bráð. Kannski líður Bandaríkjamönnum þannig í daglega lífinu. Það er þeirra frelsi.

 

Páll Scheving Ingvarsson 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).