Mildi að ekki varð slys á fólki þegar landgöngubrú Herjólfs féll til jarðar

1.Ágúst'20 | 17:03
IMG_3989

Ljósmyndir/TMS

Mildi var að ekki hafi orðið slys á fólki þegar að landgöngubrú Herjólfs féll til jarðar þegar verið var að hækka hana til móts við gönguhurð ferjunnar.

Skömmu áður en landgangurinn féll til jarðar hafði húsbíll keyrt undir brúnna, en ökutæki sem eiga pantað í ferjuna keyra þarna undir. Er um nýja landgöngubrú að ræða sem að var tekin í notkun nú í vikunni. Samkvæmt heimildum Eyjar.net bar slysið að með þeim hætti að þegar að landgangurinn var kominn í efstu stöðu gekk hann út úr festingunum við afgreiðsluhúsið með fyrrgreindum afleiðingum.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mestu skipti að ekki hafi orðið slys á fólki. ,,Nú tekur við að fara yfir hvernig þetta gat gerst og skoða landganginn. Hvort hann er laskaður. Því næst þarf að skoða uppsetningu aftur og ganga úr skugga um að slíkt geti ekki komið fyrir aftur. Það skoðum við með verktökunum sem önnuðust uppsetningu brúarinnar.”

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.