Sýnum samfélagslega ábyrgð

30.Júlí'20 | 10:35
IMG_9879

Myndin er tekin þegar skimað var fyrir Covid-19 í Eyjum í vor. Ljósmynd/TMS

Covid stríðið geysar enn á Íslandi sem og annarstaðar í heiminum. Hér á landi var hægt að koma böndum á ástandið með samstilltu átaki þjóðarinnar. Nú hins vegar er veiran komin aftur á kreik. 

Fyrir dyrum stendur nú verslunarmannahelgin. Vissulega skrýtnasta verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum í rúma öld. ÍBV tók þá skynsamlegu ákvörðun að aflýsa Þjóðhátíð með öllu. Félagið gaf það út að það myndi ekki standa fyrir einum einasta viðburði þessa helgi. Eftir að sú ákvörðun var tilkynnt hefur staða Covid-mála versnað og er gríðarlega mikilvægt að fólk hlýði tilmælum og reglum sem settar eru fram af yfirvöldum.

Þrátt fyrir að ekki verði Þjóðhátíð má búast við talsverðum fjölda fólks í heimsókn til Eyja um helgina. Allar umsóknir sem sendar voru bæjarráði Vestmannaeyja er varða verslunarmannahelgina runnu í gegn athugasemdalaust, með þeim texta að bæjarráð veiti umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með fyrirvara um jákvæða umsögn hlutaðeigandi eftirlitsaðila.

Þegar yfirvöld í Bretlandi afléttu samkomubanni hópuðust þarlendir á knæpurnar. Þar var haft á orði að ekki væri hægt að treysta landsmönnum til að virða fjarlægðarmörk þegar bakkus væri hafður um hönd. 

Það má því segja að nú sé aldrei mikilvægara en að sýna samfélagslega ábyrgð, svo að við þurfum ekki að upplifa svipaða tíma aftur og ofangreind mynd sýnir.

Göngum hægt um gleðinnar dyr. Góða skemmtun um verslunarmannahelgina.

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Tags

COVID-19

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-