Um 380 milljónir í vaskinn

- tap­að­ar Þjóð­há­tíð­ar­tekj­ur bak­slag fyr­ir yngra Eyja­fólk

29.Júlí'20 | 23:35
20190803_220711.jpg77

Frá Þjóðhátíð 2019. Ljósmynd/Addi í London

Tryggvi Snær Guð­munds­son, hagfræðingur er með áhugaverða úttekt á því mikla tekjutapi sem hlýst af aflýsingu Þjóðhátíðar. Úttekt Tryggva er birt á vef Íslandsbanka.

Þar segir að Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV hafi nefnt í fjölmiðlum að 60-70% af tekjum þeirra séu í „algjöru uppnámi“. Það liggur augum uppi að ÍBV mun verða af allmiklum tekjum þetta árið vegna ákvörðunar varðandi Þjóðhátíð en hversu veigamikil er sú tekjulind.

Fram kemur í úttektinni að heildarkortavelta í Vestmannaeyjum yfir þjóðhátíðarvikuna hafi numið að meðaltali um 79 milljónum árin 2014 - 2018 sem er ríflega þrefalt meira en í öðrum mánuðum. Vert er að nefna að í þessum tölum hefur miðasala hátíðarinnar að öllu leyti verið tekin úr færslunum en áætlaðar tekjur af henni eru í grennd við 300 milljónir. Stærstan skerf kortaveltunnar hirða veitingastaðir, tjaldsvæði og dagvöruverslanir (matvörubúðir og áfengisverslanir) en hlutdeild þeirra nemur um 68%.

Nú liggur augum uppi að Vestmanneyjar munu verða af mikilvægum tekjum þetta árið fyrir íþróttastarf sitt, en á móti vegur þó að aðrir viðburðir innan Vestmannaeyja fóru fram með eðlilegu móti í sumar. Samt sem áður eru ekki tekin til greina í tölunum hér að ofan tekjur af miðasölu (áætlað rétt norðan við 300 milljónir) og öll viðskipti með reiðufé.

Eins og Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs ÍBV hefur sagt mun tekjutapið bitna mest á yngri flokkum ÍBV en tekjur Þjóðhátíðar hafa síðastliðin ár að mestu leyti verið notaðar til niðurgreiðslu á æfingagjöldum. Þjóðhátíð er langstærsti viðburður Vestmannaeyja og ljóst þykir að ekkert mun bæta upp tekjutap ÍBV þetta árið. Má því segja að fullyrðing Harðar Orra sé nærri lagi, segir í umfjölluninni.

Nánar má lesa um málið hér.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.