Björn Viðar gerir nýjan samning við ÍBV

27.Júlí'20 | 18:21
bjorn_v_ibv

Björn Viðar Björnsson

Björn Viðar skrifaði fyrr í sumar undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild  ÍBV. Björn Viðar hefur leikið með liðinu síðustu tvö tímabil við góðan orðstír. 

Hann tók skóna víðfrægu af hillunni fyrir tímabilið 2018-19, þegar hann hljóp undir bagga þegar við vorum í markmannsvandræðum í byrjun tímabils og hefur hann stimplað sig virkilega vel inn hjá klúbbnum. Ásamt því að vera frábær og reynslumikill markvörður er Björn sömuleiðis frábær félagsmaður og mikilvægur fyrir móralinn í hópnum.
 
Við erum ánægð með að fá að njóta krafta hans áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs, segir í frétt á heimasíðu ÍBV.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.