Unnið að uppsetningu nýrrar landgöngubrúar

24.Júlí'20 | 11:43
20200724_092831

Eins og sjá má á myndinni er engin landgöngubrú nú á milli afgreiðsluhúss og ferjunnar. Ljósmynd/TMS

Vinna stendur nú yfir á landgöngubrú Herjólfs hér í Vestmannaeyjum. Framkvæmdin er á vegum Vegagerðarinnar, en tímasetningin á framkvæmdunum vekur upp spurningar þar sem háannatími er nú í ferðaþjónustu og mikill fjöldi farþega í flestum ferðum Herjólfs.

„Já, það er verið að setja upp nýjan landgang, tímasetningin er ákvörðun heimamanna (Hafnarinnar, Herjólfs og Skipalyftunar), þótt við héldum að menn ætluðu að bíða fram yfir Verslunarmannahelgi þá var það ekki gert, líklega í ljósi breyttra aðstæðna.” segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og vísar þar í að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð.

Í tilkynningu frá Herjólfi fyrr í vikunni sagði að að allir farþegar þurfi að fara um borð og frá borði í gegnum bílaþilfar á meðan á framkvæmdunum stendur, en áætlað er að verkið taki 5 virka daga.

„Einnig geta bifreiðar ekki keyrt undir brúnna til þess að komast í bílaröðina. Hægt er að komast í bílaröð á milli afgreiðsluhúss og Icewear (Básar). Vonum við að þetta komi ekki til með að valda miklum óþægindum. Farþegalyftan á bílaþilfari er komin í gagnið.” segir í tilkynningu Herjólfs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).