Framkvæmda- og hafnarráð:

Þörf á endurnýjun stálþils og löndunarkrana

24.Júlí'20 | 08:07
trilluhofn

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum af rekstrarlegri stöðu Vestmannaeyjahafnar og segir í afgreiðslu ráðsins að ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða.

Sjá einnig: Grípa þarf til aðgerða vegna tekjubrests hafnarinnar

Á fundinum var löndunarkrani á Edinborgarbryggju til umræðu. Fyrir liggur að kostnaður við nýjan löndunarkrana sé um 10 milljónir með uppsetningu. Í ljósi aðstæðna ákveður ráðið að endurnýjun á löndunarkrana við Edinborgarbryggju verði tekin inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Stálþil á Básaskersbryggju illa farin

Einnig var tekið fyrir ástand stálþilja á Básaskersbryggju. Sveinn Valgeirsson og Ólafur Snorrason greindu frá ástandi á stálþili á Básaskersbryggju við lægi Herjólfs. Fram kom í máli þeirra að þörf er á viðgerðum og endurnýjun stálþils að hluta.

Sjá einnig: Efnið farið undan bryggjunni vegna tæringar bryggjuþils

Í niðurstöðu segir að ráðið feli starfsmönnum að afla nánari upplýsinga um ástand þilsins og leggja fram tillögur á næsta fundi ráðsins.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%