Landeyjahöfn 10 ára

21.Júlí'20 | 11:20
lan_her

Tíu ár eru síðan siglingar hófust í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Í dag eru rétt 10 ár síðan áætlunarsiglingar hófust í Landeyjahöfn. Daginn áður var höfnin vígð og fundaði bæjarstjórn Vestmannaeyja þá um borð í Herjólfi á leið til Landeyjahafnar.

Í frétt Eyjar.net frá 19. júlí 2010 segir að liðin séu fjögur ár frá því að ákveðið var að stytta siglinguna milli lands og eyja með ferjuhöfn í Bakkafjöru. Með því voru slegnar út hugmyndir eins og jarðgöng og hraðskreiðari ferja til áframhaldandi siglinga í Þorlákshöfn.

Á vordögum 2008 óskaði Siglingastofnun eftir útboðum í hafnarframkvæmdir í Bakkafjöru. Meðal atriða á verklistanum voru tveir 700 metra hafnargarðar, um fjögurra kílómetra sjóvarnagarður og tæplega tólf kílómetra vegur frá þjóðveginum að höfninni.
 
Fljótlega eftir undirskrift verksamninga í ágúst hófust efnisflutningur ofan af Seljalandsheiði á svokallaðan millilager við Markarfljót. Rúmlega milljón tonn af grjóti þurfti að flytja þaðan á vörubílum undir þjóðveginn vegna framkvæmda við hafnargarðana.
 
Í kjölfar bankahrunsins var hætt við smíði nýs Herjólfs. Á tímabili var rætt um að leigja danska ferju sem þótti fýsilegri kostur en að nota gamla Herjólf áfram þar sem hann ristir of djúpt fyrir nýju höfnina. Á endanum var þó ákveðið að nota Herjólf áfram, og það án mikilla breytinga.
 
Undir árslok 2009 voru garðarnir komnir í fulla lengd en ekki hæð, svo vel gekk yfir þá í roki. Sandur truflaði menn og vélar og veður tafði vinnu við frágang hafnargarðanna. Áfram var stefnt að opnun hafnarinnar 1. júlí en vegna flóða og eldgosa var því seinkað til 21. júlí.
 
Þá segir í fréttinni að Herjólfur sigli fjórar ferðir milli lands og eyja í stað tveggja áður.

Hátíðarhöld voru í Landeyjahöfn þegar Herjólfur sigldi þar inn í fyrsta sinn.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.