Veðurtepptir í Surtsey

17.Júlí'20 | 16:35
surtsey_cr

Surtsey. Ljósmynd/úr safni

Leiðangursmenn í hinum árlega Surtseyjarleiðangri Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar hafa verið veðurtepptir í eynni síðan í gær. Þeir bjuggu sig undir brottför til lands eftir hádegið.

Leiðangurinn fór út í eyna á þriðjudag og var áætlað að koma til baka í gær, fimmtudag. Það gekk ekki vegna veðurs, en færi gafst upp úr hádegi í dag.  Borgþór Magnússon leiðangursstjóri frá Náttúrufræðistofnun staðfesti það við fréttavef Ríkisútvarpsins í dag.  

Árlega er farið í vísindaleiðangur út í Surtsey í júlímánuði, en umferð manna í eyna er bönnuð að öðru leyti. Níu manns fóru til Surtseyjar á þriðjudag og unnu þar að rannsóknum, vöktun á lífríki og sorphreinsun.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.