Óttast eftirlitslausar SMS-hátíðir

16.Júlí'20 | 13:30
thjodhatid_folk

Lög­regl­an hef­ur áhyggj­ur af mik­illi hópa­mynd­un um versl­un­ar­manna­helg­ina.

Lög­regl­an hef­ur áhyggj­ur af mik­illi hópa­mynd­un um versl­un­ar­manna­helg­ina. Þrátt fyr­ir að Þjóðhátíð í Eyj­um hafi form­lega verið af­lýst, hafa marg­ir enn ekki hætt við bók­an­ir á hús­um á Heima­ey. Jó­hann­es Ólafs­son yf­ir­lög­regluþjónn þar seg­ir viðbúið að það verði mik­ill fjöldi á staðnum þessa helgi.

„Það á eft­ir að koma í ljós hvað hann verður mik­ill. Það ræðst mikið af veðri og því hvert fólk sam­ein­ast um að fara. Eitt er alla­vega ljóst að lands­menn munu ætla að skemmta sér þessa helgi. Hvar það verður veit ég ekki,“ seg­ir Jó­hann­es við mbl.is. 

Hann hef­ur áhyggj­ur af því að hátíð með fleiri en 500 manns geti mynd­ast um helg­ina, eins kon­ar sjálfsprott­in úti­hátíð, hvar sem hún verður. „Sag­an hef­ur verið þannig að það hafa komið upp hátíðir í gegn­um SMS-send­ing­ar og Face­book-færsl­ur, þar sem menn sam­ein­ast um að hitt­ast á einu svæði. Þetta væri eng­an veg­inn nógu gott núna, því hver er aðstaðan á svona svæðum, gæsl­an og sal­ern­isaðstaðan? Þetta er eft­ir­lits­laust,“ seg­ir hann. „Við erum til­bún­ir að skoða það ef fólk fer að safn­ast sam­an án skipu­lags.“

Í Eyj­um er sem sagt gert ráð fyr­ir nokkr­um fjölda fólks en lög­regl­an mun áfram fylgj­ast með bók­un­um á gististöðum. Þá verður viðbúnaður lög­reglu nokk­ur um versl­un­ar­manna­helg­ina og aðstoð fæst úr landi ef þurfa þykir. 

 

Mbl.is greinir frá. Nánar má lesa um málið hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.