Óttast eftirlitslausar SMS-hátíðir
16.Júlí'20 | 13:30Lögreglan hefur áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi formlega verið aflýst, hafa margir enn ekki hætt við bókanir á húsum á Heimaey. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn þar segir viðbúið að það verði mikill fjöldi á staðnum þessa helgi.
„Það á eftir að koma í ljós hvað hann verður mikill. Það ræðst mikið af veðri og því hvert fólk sameinast um að fara. Eitt er allavega ljóst að landsmenn munu ætla að skemmta sér þessa helgi. Hvar það verður veit ég ekki,“ segir Jóhannes við mbl.is.
Hann hefur áhyggjur af því að hátíð með fleiri en 500 manns geti myndast um helgina, eins konar sjálfsprottin útihátíð, hvar sem hún verður. „Sagan hefur verið þannig að það hafa komið upp hátíðir í gegnum SMS-sendingar og Facebook-færslur, þar sem menn sameinast um að hittast á einu svæði. Þetta væri engan veginn nógu gott núna, því hver er aðstaðan á svona svæðum, gæslan og salernisaðstaðan? Þetta er eftirlitslaust,“ segir hann. „Við erum tilbúnir að skoða það ef fólk fer að safnast saman án skipulags.“
Í Eyjum er sem sagt gert ráð fyrir nokkrum fjölda fólks en lögreglan mun áfram fylgjast með bókunum á gististöðum. Þá verður viðbúnaður lögreglu nokkur um verslunarmannahelgina og aðstoð fæst úr landi ef þurfa þykir.
Mbl.is greinir frá. Nánar má lesa um málið hér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).