Enginn grund­völlur fyrir fundi í Herjólfs­deilunni

16.Júlí'20 | 22:45
herj_4_god

Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku, frá þriðju­­degi til fimmtu­­dags. Ljósmynd/TMS

Ekkert hefur gerst í kjara­­deilu Sjó­manna­­fé­lags Ís­lands við Herjólf ohf. eftir tíma­bundið verk­fall skipverja í gær og á þriðju­dag. 

For­­maður Sjó­manna­­fé­lagsins segir fé­lagið vilja eiga fund með samninga­­nefnd Herjólfs en fái ekki fundinn á meðan fram­­kvæmda­­stjóri Herjólfs, Guðbjartur Ellert Jóns­­son, segist ekki hafa fengið beiðni um neinn fund. Hann segir síma samninga­­nefndarinnar alltaf opinn, deilan sé á borði ríkis­sátta­­semjara og sjó­­menn geti haft sam­band þangað ef þeir telji grund­­völl fyrir frekari við­ræðum, að því er segir í frétt á vef Fréttablaðsins í dag.

Segjast ekki fá fund

„Við erum að vonast eftir því að við fáum þennan fund sem við fáum ekki til að ræða þessar kröfur sem hann er alltaf að vitna í,“ segir Jónas Garðars­­son, for­­maður Sjó­manna­­fé­lagsins, í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann á þar við um­­­mæli Guð­bjarts Ellerts sem hefur sagt kröfur sjó­manna um að minnka starfs­hlut­­fall sitt niður í 75 prósent en halda ó­­skertum launum alveg ó­­raun­hæfar.

„Við höfum fengið einn fund þar sem við ræddum kjörin. Það var áður en við fórum í fyrsta verk­­fallið sem stóð í einn dag. Það var ein­hver mjög stuttur fundur og við lögðum til að ef þeir bættu við einni þernu [í á­hafnirnar] þá myndum við fresta verk­­fallinu. Það var bara slegið af borðinu,“ segir Jónas. Þrjár á­hafnir eru nú starfandi á Herjólfi en Guð­bjartur segir sjó­­menn krefjast þess að þeim verði fjölgað um eina. Þannig lækkar starfs­hlut­­fall fé­lags­manna Sjó­manna­­fé­lagsins sem vill að þeir haldi þó á­­fram ó­­breyttum launum.

„Ég vek at­hygli á því að það eru tveir mánuðir síðan þetta fólk fór af hluta­bóta­­leiðinni og það er á­byrgð mikil að leggja síðan fram kröfur sem fela í sér að færa starfs­hlut­­fall niður í 75 prósent en halda 100 prósent launum, fjölga á­höfnum úr þremur í fjórar og fjölga á­hafnar­­með­limum í hverri á­höfn. Þetta eru bara þrír liðir af tíu,“ sagði Guð­bjartur í sam­tali við Frétta­blaðið í gær. Hann sagði heildar­­kostnað þessarar kröfu þess eðlis að „á­byrgt fé­lag í rekstri getur ekki fallist á þetta“.

Þegar Frétta­blaðið heyrði í Guð­bjarti í dag og spurði hvort fyrir­­­tækið vildi ekki eiga samninga­fundi með sjó­­mönnum sagði hann það al­rangt. „Við höfum ekki hafnað neinum við­ræðum ef þær eru á ein­hverjum grund­velli sem að er við­ræðu­hæfur.“

Deilan er á borði ríkis­sátta­­semjara og fóru tveir fundir fram hjá honum áður en verk­­fall sjó­manna hófst. Nýr fundur í deilunni hefur ekki verið boðaður. „Við höfum verið í nánu sam­bandi við báða samnings­­aðila, síðast í dag, og það var okkar mat að það væri ekki á­­stæða til að halda for­m­­legan fund eins og er,“ segir Aðal­­­steinn Leifs­­son ríkis­sátta­­semjari í sam­tali við Frétta­blaðið.

Vill að bæjarstjóri beiti sér fyrir samningum

For­­maður Sjó­manna­­fé­lagsins sagði þá í sam­tali við Frétta­blaðið í morgun að bæjar­­stjóri Vest­manna­eyja hlyti að fara að krefja for­svars­­menn fyrir­­­tækisins Herjólfs ohf., sem er að meiri­hluta í eigu sveitar­­fé­lagsins, að setjast að samninga­­borðinu við sjó­­menn. Innt eftir því hvort hún myndi gera það segir Íris Róberts­dóttir:

„Deilan er hjá sátta­­semjara. Ég bind vonir við það að deilu­­aðilar klári þessa deilu. Full­­trúar fé­lagsins hafa lýst yfir fullum vilja til að setjast við samninga­­borðið.“

Alla umfjöllun Fréttablaðsins má sjá hér.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).